Upplýsingarfundir um röskun á skólastarfi

Fréttir

Veturinn nálgast. Í síðustu viku voru haldnir tveir upplýsingafundir fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og frístundastarfs á höfuðborgarsvæðinu til þess að fara yfir leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk þekki vel reglur og leiðbeiningar um röskun á skólastarfi en sérstakar leiðbeiningar eru líka til fyrir foreldra og forsjáraðila.

Rúmlega 200 stjórnendur af höfuðborgarsvæðinu sátu fundina

Í síðustu viku voru haldnir tveir upplýsingafundir fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og frístundastarfs á höfuðborgarsvæðinu til þess að fara yfir leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi. Fulltrúi frá Veðurstofu Íslands, Helga Ívarsdóttir, greindi frá því hvernig litaviðvörunar kerfi Veðurstofunnar virkar og hver áhrifin eru fyrir höfuðborgarsvæðið. Deildarstjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu fór yfir leiðbeiningar fyrir annars vegar starfsfólk skóla og hins vegar foreldra/forráðafólk. Magnea Ingimundardóttir, verkefnastjóri skrifstofu fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar, sagði frá sýn sveitarfélagsins en Magnea hefur tekið þátt í þróun leiðbeininga varðandi röskun á skólastarfi frá upphafi. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk þekki vel reglur og leiðbeiningar um röskun á skólastarfi en sérstakar leiðbeiningar eru líka til fyrir foreldra og forsjáraðila.

Tilmæli um viðbrögð vegna röskunar á skólastarfi 

Veturinn nálgast – leiðbeiningar um röskun á skólastarfi

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld. Mikilvægt er að starfsfólk, foreldrar og forsjáraðilar fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.

Fyrir hverja gilda þessar leiðbeiningar?

Forsjáraðilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forsjáraðilar aðstæður svo að ekki sé óhætt fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það sem lítur þá á tilvikið sem eðlilega fjarvist. Sama gildir ef börn eða forsjáraðilar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Ábendingagátt