Uppskerudagur í skólagörðunum

Fréttir

Föstudaginn 14. ágúst er uppskerudagur í skólagörðunum í Hafnarfirði. Þann dag verður opið frá kl. 13:00 – 17:00 og foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með börnum sínum og hafa með poka eða kassa fyrir alla uppskeruna.

 

Föstudaginn 14. ágúst er uppskerudagur í skólagörðunum í Hafnarfirði. Þann dag verður opið frá kl. 13:00 – 17:00 og foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með börnum sínum og hafa með poka eða kassa fyrir alla uppskeruna.

 

Hver og einn fékk í byrjun sumars úthlutað tveimur reitum, einum fyrir alls kyns grænmeti, s.s. rófur, klettasalat og steinselju, og öðrum fyrir kartöflur.

 

Frá og með 17. ágúst verða engir starfsmenn í görðunum en frjálst er að geyma grænmeti og kartöflur sem þurfa lengri tíma í görðunum en ekki er tekin ábyrgð á grænmetinu eftir þann dag. Þann 21. september er síðasti dagurinn til þess að taka allt úr görðunum.

 

Skólagarðarnir í Hafnarfirði eru Á Víðistöðum (s. 664-5769), efst á Öldugötu (s. 664-5772), neðan við Lyngbarð (s. 664-5770), í Mosahlíð (s. 664-5733) og á Völlum (s. 664-5733).

Ábendingagátt