Uppskeruhátíð hreinsunar

Fréttir

Fimmtudaginn 12. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að bretta upp ermarnar og drífa sig út í ruslatínslu og hreinsun. Framlag hvers og eins skiptir máli.

Með samhentu samfélagsátaki í hreinsun þá verður Hafnarfjörður ofurhreinn á stuttum tíma. Fimmtudaginn 12. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að bretta upp ermarnar, skella sér í gúmmískóna, setja upp hanska og drífa sig út í ruslatínslu og hreinsun. Framlag hvers og eins skiptir máli.

Hreinsunardagar standa yfir frá 2. – 16. maí og fimmtudaginn 12. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum allra skólastiga sérstaklega hvattir til að taka til hendinni við hreinsun í sínu nærumhverfi. Gámum verður komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Gámar verða á svæðinu í tvo heila daga – fimmtudaginn 12. maí og föstudaginn 13. maí. 

Sjá kort með staðsetningu gáma hér


Fagnað í lok hreinsunardags – lauflétt veisla við Ásvallalaug

Í lok hreinsunardags 12. maí frá kl. 18 – 19 verður boðið upp á spjall og léttar veitingar við Ásvallalaug.  Allir bæjarbúar og starfsmenn fyrirtækja og stofnana eru velkomnir í létta veislu eftir vel unnin störf á hreinsunardögum.  Bæjarstjóri og bæjarstjórn koma til með að taka vel á móti gestum og gangandi.

Hreinsum og fegrum fjörðinn okkar! 

Ábendingagátt