Uppsteypa hafin fyrir nýtt Hraun vestur

Fréttir

Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Þar rísa 106 íbúðir auk verslana.

Byrjað að steypa fyrsta fjölbýlishúsið

Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Hún hófst föstudaginn 23. janúar og fengu  bæjarstjóri og formaður bæjarráðs – í jakkafötunum –  að stýra fyrstu steypunni í grunninn, en þó ekki lengi þar til fagmenn tóku aftur við stjórnartaumum.

Alls verða 106 íbúðir í þessu 6.-8. hæða fjölbýlishúsi að Reykjavíkurvegi 60-62. Verslanir á þeirri fyrstu en íbúðir á þeim efri auk bílakjallara. Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri OS bygginga ehf. tók á móti bæjarstjóranum ásamt fleirum og leiddi um grunninn sem er afar stór og mikill. Framkvæmdum miðar vel.

Alls verða 106 íbúðir í 6.-8. hæða fjölbýlishúsi að Reykjavíkurvegi 60-62.

Íbúðir á frábærum stað

Stærð íbúða á þessum reit verður mismunandi. Þær verða allt frá tveggja til fjögurra herbergja. Svalir verða ýmist þaksvalir, innbyggðar eða útstandandi. Gott aðgengi verður að bílastæðum vestan við húsið.

Arkitektastofan Nordic Office of Arcitecture hefur hannar húsnæðið. Þar starfa fleiri en 400 arkitektar og vinnustofur í Noregi, Danmörku og hér á Íslandi.

Vistvænt 5 mínútna hverfi

Stefnt er að því að hverfið verði svonefnt 5 mínútna hverfi. Það er að um fimm mínútna göngufjarlægð verður frá miðju þess í alla þjónustu.

Staðsetningar helstu grunnþjónustu samfélagsins, eins og skóla, leikskóla, matvöruverslana, bílastæðahúsa, bílastæðakjallara og helstu tenginga við almenningssamgöngur eru með um einnar mínútu millibili. Leggja á áherslu á vistvænar byggingarleiðir, efnisnotkun og framkvæmdaferla.

Ábendingagátt