Útboð á sérhæfðri akstursþjónustu – hagræðing og skilvirkni

Fréttir

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag voru lögð fram til kynningar tilboð sem bárust í útboð um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði sem nær til þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkti á fundi að hefja viðræður við Hópbíla, sem reyndust með lægsta tilboðið.

Nærþjónusta sem
byggir á trausti og persónulegri þjónustu

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag voru lögð fram til
kynningar tilboð sem bárust í útboð um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði
sem nær til þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í sveitarfélaginu. Tilboð
bárust frá fimm aðilum og er lægsta tilboð 420.623.100.- kr undir
kostnaðaráætlun verkefnis sem hljóðaði upp á 1.241.610.000.- kr. Aðeins eitt
tilboð var yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi að hefja viðræður
við Hópbíla, sem reyndust með lægsta tilboðið.

Skilvirkari þjónusta,
lengri þjónustutími og meira öryggi

Hafnarfjarðarbær ákvað á vormánuðum 2019 að hverfa frá
samstarfi við önnur sveitarfélög innan SSH, að Kópavogi undanskildum, um
sérhæfða akstursþjónustu og hefja undirbúning að útboði með það að markmiði að
ná fram skilvirkari og betri þjónustu með auknu sjálfræði notenda, lengri
þjónustutíma og meira öryggi fyrir farþega. Hafnarfjörður hafði yfirumsjón með
þessari sérhæfðu akstursþjónustu í mörg ár áður en ákveðið var að fara í
samstarf um verkefnið árið 2014 þannig að
mikil reynsla er þegar til staðar hjá sveitarfélaginu. Ákveðin tækifæri
eru fólgin í því fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild sinni að sinna
þessari mikilvægu þjónustu sjálf og það í öflugu og góðu notendasamráði og
samstarfi við viðeigandi ráð innan sveitarfélagsins.

Sjá fundargerð bæjarráðs

Ábendingagátt