Útboð – bygging hjúkrunarheimilis

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmd. Verklok eru 28. júní 2018.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið sem hér er boðið út er bygging hjúkrunarheimilis, 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins.  Auk þess eru tengigangar sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 3.900 m2.  Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmd.

Helstu magntölur:

 

  • Steypustyrktarjárn              327.463 kg
  • Steypa                                 2.303 m3
  • Gipsveggir                           2.183 m2
  • Þakklæðningar                     1.260 m2
  • Veggklæðningar                   1.334 m

 

Jarðvinna vegna byggingarinnar var boðin út sérstaklega og hófst fyrir nokkru. Útboðsgögn eru seld í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, verð kr. 5.000.- Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins að Norðurhellu 2, þriðjudaginn 28. mars 2017, kl. 11.

Verklok eru 31. ágúst 2018.

Ábendingagátt