Útboð – niðurrif á Dverg

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að rífa bygginguna Dverg við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 25. apríl.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að rífa bygginguna Dverg við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði.

Byggingin er 3ja hæða steinhús, samtals um 2.500 m2 að flatarmáli. Verkefnið felst í að rífa bygginguna, flokka byggingarefni og farga.  Verktími er frá 10. júní- 21. júlí 2017. 

Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um það á netfangið stefan@vsb.is. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins að Norðurhellu 2, þriðjudaginn 16. maí  2017, kl. 11 

Ábendingagátt