Útboð – umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verktími er frá maí 2017 til ágúst 2018. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 25. apríl. 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. 

Verkefnið felst í umsjón og eftirliti með byggingu hjúkrunarheimilis, sem er 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins.  Stærð hússins er um 4.000 m2. Verktími er frá maí 2017 til ágúst 2018. 

Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um það á netfangið stefan@vsb.is. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins að Norðurhellu 2, þriðjudaginn 25. apríl 2017, kl. 11.00. 

Nánari upplýsingar veitir umhverfis- og skipulagsþjónusta.

Ábendingagátt