Úthlutun afreksstyrkja

Fréttir

Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH úthlutaði í dag styrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2015. Styrkhæf verkefni í ár reyndust vera átján í fullorðinsflokkum og sextán í ungmennaflokkum.

Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH úthlutaði í dag styrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2015 í fullorðins-, unglinga- og ungmennaflokkum.  Styrkhæf verkefni í ár reyndust vera átján í fullorðinsflokkum og sextán í unglinga-/ungmennaflokkum að mati stjórnar sjóðsins.

Hlutverk Afreksmannasjóðs ÍBH er að vinna eftir reglugerð um sjóðinn en undir hana falla eftirtaldir liðir: ferðastyrkir, afreksstyrkir á stórmót, afreksstyrkir í Evrópukeppni félagsliða og líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn. Stjórn sjóðsins lagði mat á allar umsóknir sem bárust og varð niðurstaðan að átján verkefni í fullorðinsflokkum og sextán verkefni í unglinga/ungmennaflokkum væru styrkhæf.

Verkefnin sem hljóta styrk eru eftirfarandi:

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, sem átti keppendur á HM í 10 dönsum og EM í 10 dönsum í flokki fullorðinna. Sigurður Már Atlason og Jóna Kristín Benediktsdóttir. Styrkupphæð: kr. 600.000.- EM latin ungmenna og HM standard ungmenna. Kristinn Þór Sigurðsson, Harpa Steingrímsdóttir, Sindri Guðlaugsson og Anitu Ros Kingo Andersen. Styrkupphæð: kr. 240.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2015 kr. 1.170.000.-

Íþróttafélagið Fjörður, sem átti keppanda  á ICP – heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í flokki fullorðinna. Kolbrún Alda Stefánsdóttir. Styrkupphæð: kr. 150.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2015 kr. 320.000.-

Golfklúbburinn Keilir, sem átti keppendur á EM landsliða karla og kvenna og EM einstaklinga karla. Rúnar Arnórsson, Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Anna Sólveig Snorradóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Styrkupphæð: kr. 900.000.- EM pilta. Gísli Sveinbergsson og Hennig Darri Þórðarson. Styrkupphæð: kr. 120.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2015 kr. 1.345.000.-

Tennisdeild BH, sem átti keppenda á Fed Cup (EM)  kvenna í tennis í Svartfjallalandi. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir. Styrkupphæð: kr. 150.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2015 kr. 150.000.-

Hestamannafélagið Sörli, sem átti keppendur á HM íslenska hestsins í Herning í Danmörku. Eyjólfur Þorsteinsson. Styrkupphæð: kr. 150.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2015 kr. 150.000.

Frjálsíþróttadeild FH, sem átti keppendur á EM innanhúss karla og EM vetrarkastmóti karla og kvenna. Trausti Stefánsson, Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir. Styrkupphæð: kr. 450.000.- Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, EM U-20 og EM U-23. Hilda Steinunn Egilsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Hilmar Örn Jónsson, Vigdís Jónsdóttir, Stefán Velemir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Styrkupphæð: kr. 360.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2015 kr. 1.625.000.

Sundfélag Hafnarfjarðar, sem átti keppendur á HM í 50m laug og EM í 25m laug. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson. Styrkupphæð: kr. 300.000.- Evrópuleikar Ólympíuverkefni ungmenna og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Harpa Ingþórsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Styrkupphæð: kr. 120.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2015 kr. 900.000.

Taekwondodeild Björk, sem átti keppendur á EM U-21. Sigurður Pálsson og Gabríel Örn Grétarsson. Styrkupphæð: kr. 120.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2015 kr. 120.000.- 

Samtals hefur Afreksmannasjóður nú úthlutað kr. 3.660.000.

Sjóðurinn greiddi á árinu 2015:

Handknattleiksdeild Hauka, sem átti keppendur í Evrópukeppni félagsliða 3 umferðir. Meistaraflokkur karla. Styrkupphæð: kr. 1.800.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2015 kr. 2.230.000.-

Knattspyrnudeild FH, sem átti keppendur í Evrópukeppni félagsliða 2 umferðir. Meistaraflokkur karla. Styrkupphæð: kr. 1.200.000.- Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2015 kr. 1.200.000.

Alls hefur verið úthlutað fyrir árið 2015 kr. 6.660.000 til afreksverkefna auk styrkja úr ferðasjóði að upphæð kr. 4.240.000. Samtals hefur því verið úthlutað vegna ársins 2015 kr. 10.900.000.-

Ábendingagátt