Úthlutun Erasmus+ styrkja 2017

Fréttir

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar Evrópusambandsins. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni. Hafnarfjarðarbær fær styrk til að senda starfsfólk bókasafna grunnskóla Hafnarfjarðar á námskeið erlendis. 

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar Evrópusambandsins. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni. Styrkir hafa farið stighækkandi undanfarin ár og hefur einkum verknámið fengið mikla aukningu á styrkjum. En það er þó háskólastigið sem fær hæstu styrkina. Alls bárust 77 umsókn um styrki að upphæð ríflega 700 m.kr. Mesta nýliðunin í hópi umsækjenda var í starfsmenntahlutann en flestar umsóknir bárust í skólahlutann eða 42 umsóknir.

Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Að auki geta háskólar sótt um samstarfsstyrki við lönd utan Evrópu. Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Einnig kom Borgarholtsskóli sterkur inn að þessu sinni.  Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fékk stóran styrk til að efla samstarf sveitarfélaganna varðandi móttöku flóttafólks og í fullorðinsfræðslunni voru veittir styrkir til efla þjálfun fólks sem vinnur með fötluðum og fólki sem glímir við þroskahömlun. Svo má geta þess að Hafnarfjarðarbær sótti um styrk fyrir hönd allra grunnskólanna í bænum til að senda starfsfólk bókasafna skólanna á námskeið erlendis.

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins er stærsta áætlun í heimi á þessu sviði. Ísland fær árið 2017 um 8 milljónir evra eða ríflega 900 m.kr. til ráðstöfunar í verkefnastyrki á sviðum menntunar og æskulýðsmálefna þar af eru um 650 m.kr. til menntahlutans. Markmið Erasmus+ áætlunarinnar í menntun eru að ýta undir nýsköpun og þróun á evrópskum menntakerfum, meðal annars með því að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni, efla starfsemi skólabókasafna og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Yfirlit yfir úthlutaða styrki eftir skólastigum*

Leik-, grunn- og framhaldsskólar

31 skóli, sveitarfélög og fyrirtæki sem starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi var úthlutað alls 328. 718 evrum. Eftirtaldir hlutu styrki:

Stofnun Heiti umsóknar Úthlutun
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum 51.165 €
Menntaskólinn við Sund Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu 23.255 €
Nesskóli Starfsþróun starfsfólks Nesskóla 22.255 €
Borgarholtsskóli Skapandi kennsla og lærdómur 21.440 €
Klettaskóli Þó að ég tali ekki þýðir það ekki að ég hafi ekkert að segja…. 20.940 €
Skólaþjónusta Árborgar Fjölmenningarlegir kennsluhættir, frístundastarf og pólsk menning 13.950 €
Menntaskólinn á Tröllaskaga Sköpun og nýnæmi í skólastarfi 13.650 €
Oddeyrarskóli Vaxandi lærdómssamfélag í Oddeyrarskóla 12.165 €
Hafnarfjarðarbær Skólabókasöfn sem lærdómssetur 11.580 €
Rimaskóli Að finna leiðir til að efla einstaklingsmiðað nám. 10.980 €
Verkmenntaskóli Austurlands Barist gegn brottfalli í VA 10.520 €
Leikskóli Snæfellsbæjar Aukin tækifæri til þekkingar 10.000 €
Kvennaskólinn í Reykjavík Símenntunarnámskeið fyrir starfsfólk 2017-2018 9.820 €
Brekkuskóli Skilvirkni og gæði náms. 9.540 €
Flensborgarskóli Móttaka flóttamanna 8.630 €
Hólabrekkuskóli Námsgleði og þróun skólabókasafna 8.050 €
Menntaskóli Borgarfjarðar Námsþróun kennara 7.578 €
Salaskóli Frumkvæði, sköpun og lýðræði í námi 7.100 €
Þelamerkurskóli Skipulag náms og stöðluð matstæki 6.990 €
Menntaskólinn við Hamrahlíð Til móts við netkynslóðina 6.160 €
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Digital Native  5.825 €
Heilsuleikskólinn Kór Hvernig nýta má núvitund með fjölbreyttum barnahópi 5.805 €
Grandaskóli Byggjum grunn 5.140 €
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Rafræn framtíð – Heimsókn í framhaldsskólabókasöfn í Amsterdam 3.660 €

 Hagaskóli

Gagnvirk þjálfun kennara í Hagaskóla 2.920 €
Réttarholtsskóli Áframhaldandi fagþróun í notkun tækja á sviði upplýsingatækni í samstarfsverkefnum, í tengslum við lausnaleitarnám og kennslu. 2.450 €
Breiðholtsskóli Gagnvirk upplýsingatæknikennsla og spegluð kennsla 2.210 €

 Myndlistaskólinn í Reykjavík

Endurmenntun fyrir kennara í barna- og unglingadeild, á almennum námskeiðum og í sjónlistadeild

 

2.140 €

Menntaskólinn á Akureyri Nýjar leiðir í upplýsingatækni 2.010 €
Norðlingaskóli Skólasafnið hjarta skólans 1.930 €
Grunnskólinn í Borgarnesi Skólabókasafnið sem þekkingarmiðstöð 1.930 €

Starfsmenntun

Fjórtán starfsmenntaskólar og stofnanir fengu samtals 749.720 evrum úthlutað. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:

Stofnun Heiti umsóknar Úthlutun
Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins Nýsköpun og tækni 183.388 €
Keilir Aviation Academy ehf. Verkleg þjálfun flugvirkjanema í Skotlandi 130.758 €
IDAN Fræðslusetur ehf. Íslenskir iðnnemar og starfsmenn í Evrópu 87.245 €
Borgarholtsskóli Skapandi hæfileikar í kennslu og þjálfun 77.516 €
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Æfingin skapar meistarann 66.210 €
Myndlistaskólinn i Reykjavík Efni og aðferðir og tenging við evrópskt menntakerfi og starfsumhverfi fyrir nemendur og kennara 61.610 €
Verkmenntaskólinn á Akureyri Starfsþjálfun í Evrópu, reglulegur hluti starfsmenntunar hjá VMA 37.212 €
Landbúnaðarháskóli Íslands Víðari sjóndeildarhringur 29.789 €
Verkmenntaskóli Austurlands Efling starfsnáms við VA með evrópsku samstarfi 21.728 €
Menntaskólinn á Ísafirði Nám og þjálfum með áherslu á norður evrópskar hefðir og handverk 15.430 €
Landspítali Þjálfun heilbrigðisstarfsmann í hlutverki leiðbeinenda 13.650 €
Slysavarnafélagið Landsbjörg Umhverfisáhrif eldæfinga í öryggisfræðslu sjómanna 9.860 €
Menntaskólinn í Kópavogi Námsferðir kennara og nemenda 2017-2018 9.284 €
Fjölbrautaskóli Suðurlands Starfsspeglun kennara FSU 6.040 €

Háskólar

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands fá samtals 1.900.000 evrur í hefðbundin stúdenta- og starfsmannaskipti. Þar að auki var úthlutað úr svokölluðum ,,alþjóðlegum“ hluta Erasmus+ . Í þeim flokki var háskólunum úthlutað 398.001 evrum í verkefni til að styrkja tengsl við háskóla utan Evrópu.

Stofnun Heiti umsóknar Úthlutun
Háskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 795.315 €
Listaháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 451.479 €
Háskólinn í Reykjavík Stúdenta- og starfsmannaskipti 313.282 €
Háskólinn á Bifröst Stúdenta- og starfsmannaskipti 148.562 €
Háskólinn á Akureyri Stúdenta- og starfsmannaskipti 101.513 €
Landbúnaðarháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 50.705 €
Háskólinn á Hólum Stúdenta- og starfsmannaskipti 39.144 €

Úthlutun í Erasmus+ háskólahluta 2017 samstarf við lönd utan Evrópu

Háskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 213.283 €
Háskólinn í Reykjavík Alþjóðasamstarf utan Evrópu 89.103 €
Listaháskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 66.725 €
Háskólinn á Akureyri Alþjóðasamstarf utan Evrópu 20.800 €
Háskólinn á Hólum Alþjóðasamstarf utan Evrópu 8.090 €

Fullorðinsfræðsla

 6 aðilar innan fullorðinsfræðslugeirans hlutu samtals 72.350 evrur. Eftirtaldir aðilar fengu styrki:

Stofnun Heiti umsóknar Úthlutun
Mínir símenntun TASK 20.500 €
Björgunarhundasveit Íslands Þjálfun og þróun sveitarinnar 18.520 €
Slysavarnafélagið Landsbjörg Þjálfun björgunarbátasveita 11.870 €
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Starfs- og verkefnaþróun hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 11.470 €
Fræðslunetið-símenntun Suðurlands Hvernig fræða norðurlandaþjóðirnar fullorðið fólk með þroskahömlun um nánd, samskipti kynjanna og kynfræðslu? 5.700 €
Fjölmennt símenntunar og fræðslumiðstöð Fræðsluferðir vegna fullorðins fatlaðs fólks 4.020 €

*Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur

Ábendingagátt