Úthlutun lóðar við Hjallabraut 49

Fréttir

Í sumar auglýsti Hafnarfjarðarbær lóðina Hjallabraut 49 til sölu undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar. Alls bárust sjö tilboð í lóðina sem auglýst var með lágmarksverðið kr. 98.000.670.- Lægsta boð í lóðina reyndist 103,4 milljónir króna og það hæsta 203 milljónir króna.

Í sumar auglýsti Hafnarfjarðarbær lóðina Hjallabraut 49 til sölu undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar. Alls bárust sjö tilboð í lóðina sem auglýst var með lágmarksverðið kr. 98.000.670.- Lægsta boð í lóðina reyndist 103,4 milljónir króna og það hæsta 203 milljónir króna.

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðenda á grundvelli tilboðs þeirra. Hæstbjóðandi er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sem uppfylltu öll skilyrði sem gerð voru til umsækjenda um lóð. BYGG var stofnað árið 1984 og hafa á þessum árum byggt rúmlega 3.000 íbúðir auk þúsunda fermetra af iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.  BYGG er í dag að klára uppbyggingu á átta litlum húsum með samtals 36 íbúðum í Skarðshlíð og þar munu íbúar flytja inn von bráðar. Fyrsta skóflustunga framkvæmda BYGG í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og þar eru í uppbyggingu fjögur hús með alls 75 íbúðum. 

Áætlað er að fyrstu íbúar flytji inn í lok árs 2023 

Ráðgert er að framkvæmdir við undirbúning svæðis hefjist fljótlega. Sett verður upp aðstaða fyrir starfsfólk á svæðinu, sett upp girðing og hlið. Vinnutími verður frá kl. 8-18 og kapp lagt á að íbúar í þessu gróna hverfi Hafnarfjarðar verði fyrir sem minnstu ónæði.  Ef uppbygging gengur vel þá er gert ráð fyrir að allar girðingar verði fjarlægðar sumarið 2023 og að fyrstu íbúar flytji inn fyrir árslok 2023. 

Ábendingagátt