Úthlutun úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna

Fréttir

Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar. Magnús Snæbjörnsson afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur.

Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar. Magnús Snæbjörnsson afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur.

Að þessu sinni hlutu fjögur verkefni styrki;  

  • Inga Björk Ingadóttir, hlaut 1 milljón kr. styrk, til undirbúnings stofnunar deildar fyrir nemendur með sérþarfir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
  • Rauðakross deild Hafnarfjarðar fær 600 þúsund kr. vegna aðstoðar við heimanám frá 1-10 bekk, og einnig verkefni varðandi fylgdarlaus börn
  • Íþróttafélagið Fjörður fær 600 þúsund kr. vegna öflugs starfs fyrir fötluð börn
  • Sorgarmiðstöðin 600 þúsund kr. styrk fyrir námskeiðin Börn í sorg

Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur starfað frá árinu 2004 og hlutverk sjóðsins er að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Frá stofnun sjóðsins hafa 35 verkefni fengið styrkveitingar. Er það von fjölskyldu Helgu og Bjarna að styrkirnir verði til að efla enn frekar það góða og gefandi starf styrkþega í garð hafnfirskrar æsku. Ákveðið var að deila út öllu fé sjóðsins og hefur hann verið lagður niður. 

Frekari upplýsingar: Magnús Snæbjörnsson, formaður Sjóðsstjórnar – magnuss@simnet.is

Ábendingagátt