Úti-Hamarinn fer aftur af stað 7. september

Fréttir

Úti-Hamarinn er verkefni sem er í umsjón Hamarsins og markmiðið er að kynna fyrir ungu fólki náttúruna í nágrenninu og ýmiskonar útivist. Haldinn verður kynningarfundur í Hamrinum miðvikudaginn 31. ágúst kl: 20 og verður fyrsti hittingurinn miðvikudaginn 7. september. 

Úti-Hamarinn er verkefni sem er í umsjón Hamarsins, ungmennahúsi Hafnarfjarðar og hefur það að markmiði að kynna fyrir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára ýmiskonar útivist og náttúruna í kringum höfuðborgarsvæðið. Haldinn verður kynningarfundur í Hamrinum miðvikudaginn 31. ágúst kl: 20 og verður fyrsti hittingurinn miðvikudaginn 7. september. Tímasetning og hvert verður haldið verður auglýst síðar en það veltur á veðri og fjölda þátttakenda. 

Skipuleggjendur eru opnir fyrir nýjum hugmyndum og nýjum stöðum – vertu með! 

Verkefnið er styrkt af Lýðheilsusjóði og unnið í samstarfi við Flensborgarskóla. Enginn kostnaður er við að taka þátt nema þá fatnaður og nesti sem er á ábyrgð þátttakenda. Umsjónarmenn eru Margrét Gauja Magnúsdóttir deildarstjóri ungmennahúsa og leiðsögukona og Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs og forvarnarfulltrúi. Alltaf verður horft til veðurs þegar ákveðið verður hvað verður gert þá vikuna. Ef veðurspá verður mjög slæm, verður gripið í fræðslur eða kvikmyndakvöld í staðinn. Eftirfarandi hugmyndir verða nýttar í Úti-Hamrinum: göngur á Búrfellsgjá, Stórhöfða, Arnarvatn, Úlfarsfell, Helgafell í Mosó, Helgafell í Hafnarfirði, Fagradalsfjall (eldgos), Esjuna, Hengil, jöklaganga á Sólheimajökli, Siglingaklúbburinn Þytur heimsóttur og farið m.a á kayak. Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður einnig með kynningu. Skipuleggjendur eru einnig opnir fyrir nýjum stöðum og nýjum hugmyndum.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn miðvikudaginn 31. ágúst, kl: 17:00 í ungmennahúsinu Hamrinum Suðurgötu 14 í Hafnarfirði.

Ábendingagátt