Úti-Hamarinn kynnir útivist og göngur fyrir ungu fólki

Fréttir

Úti-Hamarinn er verkefni á vegum Hamarsins ungmennahús sem snýst um að kynna útivist og göngur fyrir ungu fólki. Verkefnið stendur yfir í átta vikur þar sem farið er einu sinni í viku, alla fimmtudaga klukkan fimm, í léttar göngur. Síðustu vikuna er farið í stærri göngu með gistingu yfir eina nótt. Úti-Hamarinn, sem keyrt var af stað sem tilraunaverkefni í vor, fer aftur af stað nú í haust. 

Úti-Hamarinn er verkefni á vegum Hamarsins ungmennahúss sem snýst um að kynna útivist og göngur fyrir ungu fólki. Verkefnið stendur yfir í átta vikur þar sem farið er einu sinni í viku, alla fimmtudaga klukkan fimm, í léttar göngur. Síðustu vikuna er farið í stærri göngu með gistingu yfir eina nótt. Úti-Hamarinn, sem keyrt var af stað sem tilraunaverkefni í vor, fer aftur af stað nú í haust. 

Náttúruupplifun, valdefling og sjálfstyrking

Vorið 2021 var verkefnið keyrt af stað í fyrsta sinn og framkvæmdin hugsuð sem tilraunaverkefni.  Farið var í göngur t.d á Stórhöfða, Búrfellsgjá, Reykjadal, Úlfarsfell og Helgafell með það að markmiði að æfa sig fyrir Fimmvörðuhálsinn sem svo var genginn 24. júní síðastliðinn. Mætingin var góð í Úti-Hamarinn og verkefninu vel tekið.  Ellefu ungmenni og starfsfólk verkefnis gengu saman Reykjadalinn í dásamlegu veðri í sumar. Yfir Fimmvörðuhálsinn gengu fimm manns. Tókst gangan einstaklega vel og skildi eftir sigurtilfinningu og gleði hjá öllum þátttakendum. Úti-Hamarinn vinnur eftir hugmyndafræði um náttúruupplifun, valdeflingu og sjálfsstyrkingu. Á sama tíma er verkefnið vettvangur til að kynna útivist fyrir ungu fólki. Margir eru áhugasamir og forvitnir en vita ekki hvað þarf til að byrja að stunda útivist eða meðvitaðir og upplýstir um leiðir og möguleika. Allt er gert til að halda niðri kostnaði og það eina sem þarf til að taka þátt er að mæta á staðinn.

Hefst aftur fimmtudaginn 9. september

Úti-Hamarinn fer aftur af stað í haust eða fimmtudaginn 9. september klukkan fimm þar sem hist verður í Hamrinum. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, hvort sem er í nafni heilsueflingar eða félagsskapar. Hægt er að skrá sig hjá Margréti Gauju verkefnastjóra Hamsins ungmennahúss í gegnum netfangið: mgm@hafnarfjordur.is, símanúmerið: 664-5551 og í gegnum Facebook og Instagram síður Hamarsins. 

Ábendingagátt