Útivistarreglur – verum samtaka

Fréttir

Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.

Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga.

Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar undanþágur verða æ fátíðari og foreldrar látnir vita um slíkt. Foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma og taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum.

Unglingar eiga ekkert erindi út eftir að útivistartíma er lokið.   

Ágætu bæjarbúar, foreldrar og aðrir sem að börnunum koma, stöndum saman að því að tryggja að börnin okkar alist upp í heilbrigðu umhverfi.

Ábendingagátt