Útskriftarferð – Norðurberg í Skátalundi

Fréttir

Hin árlega útskriftarferð Norðurbergs var farin 20-21 júní. Börn og starfsmenn nutu þess að eiga góðan dag í Höfðaskógi, fara í ratleik, gróður setja tré, grilla og gista í tjöldum við Skátalund.

Samvera og gleði í náttúrunni

Leikskólinn Norðurberg hefur mörg undanfarin ár farið í útskriftarferð og útskrifað börn í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn. Þar sem börn og kennarar gista í tjöldum og njóta samveru í dásamlegu umhverfi. Ferðin var farin 20-21 júní. Börn og starfsmenn nutu þess að eiga góðan dag í Höfðaskógi, fara í ratleik, gróður setja tré, grilla og gista í tjöldum við Skátalund.

Hér koma nokkrar vel valdar myndir frá ferðinni í ár!

Tækifæri til leikja og uppgötvunar

Leikskólinn Norðurberg er staðsettur í norðurbæ Hafnarfjarðar og tók til starfa 16. ágúst 1982. Í dag er Norðurberg sex deilda leikskóli og í honum geta dvalið 101 börn samtímis og allt að 34 starfsmenn. Umhverfi leikskólans er mjög sérstakt og fallegt. Hraunið, mosinn, mikill trjágróður, hraunbollar eða klettar og að ekki sé minnst á fjöruna, allt er þetta innan sem rétt utan við leiksskólalóðina og gefur mörg tækifæri til leikja og uppgötvunar.

Nánar um leikskólann Norðurberg hér

Frétt um tíunda grænfána Norðurbergs hér

Ábendingagátt