Úttekt á Hafnarfjarðarhöfn

Fréttir

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fram fari úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar sl. tíu ár.

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fram fari úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri  Hafnarfjarðarhafnar sl. tíu ár.

Úttektin verði víðtækari á hafnarsjóði en áform voru um í áður samþykktri rekstrarúttekt á stofnunum Hafnarfjarðarbæjar.

Niðurstöður verða hafðar til hliðsjónar við mótun framtíðarstefnu í málefnum hafnarinnar þar sem m.a. er horft til hagkvæmniþátta, hugsanlegra samlegðaráhrifa við hafnir á Faxaflóasvæðinu, vaxtarmöguleika og bættrar þjónustu við viðskiptavini.

Ábendingagátt