Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt námskeiðið og lauk ferðalagi kvennanna með útskriftarsýningu á afrakstri og verkefnum og myndbandi sem sýndi sögu þeirra og varpaði ljósi á viðkvæma stöðu flóttakvenna.
Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt námskeiðið og lauk ferðalagi kvennanna með útskriftarsýningu á afrakstri og verkefnum og myndbandi sem sýndi sögu þeirra og varpaði ljósi á viðkvæma stöðu flóttakvenna. Fjöldi mætti til útskriftar í sal Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem konurnar buðu upp á mat frá sínum heimahögum.
Meginmarkmið með námskeiði var að valdefla hópinn og ýta undir sjálfstæði og virkni í íslensku samfélagi. Aukin þekking leiðir til aukins vald og með auknu valdi á aðstæðum öðlast flóttakonan sjálfkrafa aukið sjálfstraust og fer að trúa á eigin getu. Skoðaðir voru styrkleikar, hæfni og færni hverrar konu þar sem meðal annars var notast við listræna tjáningu í formi skrifa, málaðra listaverka, ljóða, teikninga og upptöku. Áhersla var lögð á aukinn menningarlegan skilning og ljósi varpað á það mikilvæga menningarlega litróf sem myndast í samfélaginu þegar fjölbreytt menning, ólík tungumál og áhugasvið tengjast og koma saman. Stór hluti hópsins sem sótti námskeiðið er ólæs og tölvufærni lítil sem engin. Kennarar voru Aðalheiður Mjöll sérfræðingur í málefnum flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ og Hoda p.hd.
Hafnarfjarðarbær fékk styrk frá Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks fyrir námskeið sérstaklega hugsað fyrir flóttakonur. Sá hópur er mjög berskjaldaður og er því í mikilli áhættu á aðlögunarvanda. Ríflega 80% flóttafólks í heiminum eru konur og börn þeirra og staða flóttakvenna oft á tíðum erfið. Félagsleg staða getur reynst hindrun í daglegu lífi og þess vegna er valdefling mikilvæg fyrir flóttafólk sem flýr heimasvæði sín og þarf að takast á við breyttar aðstæður á nýjum og áður óþekktum stað. Það er mikilvægt og verðugt verkefni að taka vel á móti fólki á flótta sem mörg hver eru í áfalli og aðlögun reynist þeim mörgum erfið. Það er áskorun að tryggja traust og farsæl fyrstu skref í nýju samfélagi. Valdeflingarnámskeið er ein leið.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…