Valdeflingarnámskeið fyrir flóttakonur í Hafnarfirði

Fréttir

Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt námskeiðið og lauk ferðalagi kvennanna með útskriftarsýningu á afrakstri og verkefnum og myndbandi sem sýndi sögu þeirra og varpaði ljósi á viðkvæma stöðu flóttakvenna. 

Persónulegt ferðalag fyrir hverja og eina konu

Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt námskeiðið og lauk ferðalagi kvennanna með útskriftarsýningu á afrakstri og verkefnum og myndbandi sem sýndi sögu þeirra og varpaði ljósi á viðkvæma stöðu flóttakvenna. Fjöldi mætti til útskriftar í sal Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem konurnar buðu upp á mat frá sínum heimahögum. 

IMG_6083IMG_6082

Aukinn skilningur og þekking eykur sjálfstæði og virkni

Meginmarkmið með námskeiði var að valdefla hópinn og ýta undir sjálfstæði og virkni í íslensku samfélagi. Aukin þekking leiðir til aukins vald og með auknu valdi á aðstæðum öðlast flóttakonan sjálfkrafa aukið sjálfstraust og fer að trúa á eigin getu. Skoðaðir voru styrkleikar, hæfni og færni hverrar konu þar sem meðal annars var notast við listræna tjáningu í formi skrifa, málaðra listaverka, ljóða, teikninga og upptöku. Áhersla var lögð á aukinn menningarlegan skilning og ljósi varpað á það mikilvæga menningarlega litróf sem myndast í samfélaginu þegar fjölbreytt menning, ólík tungumál og áhugasvið tengjast og koma saman. Stór hluti hópsins sem sótti námskeiðið er ólæs og tölvufærni lítil sem engin. Kennarar voru Aðalheiður Mjöll sérfræðingur í málefnum flóttafólks hjá Hafnarfjarðarbæ og Hoda p.hd.

IMG_6085

Berskjaldaður hópur í mikilli áhættu á aðlögunarvanda

Hafnarfjarðarbær fékk styrk frá Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks fyrir námskeið sérstaklega hugsað fyrir flóttakonur. Sá hópur er mjög berskjaldaður og er því í mikilli áhættu á aðlögunarvanda. Ríflega 80% flóttafólks í heiminum eru konur og börn þeirra og staða flóttakvenna oft á tíðum erfið. Félagsleg staða getur reynst hindrun í daglegu lífi og þess vegna er valdefling mikilvæg fyrir flóttafólk sem flýr heimasvæði sín og þarf að takast á við breyttar aðstæður á nýjum og áður óþekktum stað. Það er mikilvægt og verðugt verkefni að taka vel á móti fólki á flótta sem mörg hver eru í áfalli og aðlögun reynist þeim mörgum erfið. Það er áskorun að tryggja traust og farsæl fyrstu skref í nýju samfélagi. Valdeflingarnámskeið er ein leið. 

Ábendingagátt