Valdeflum ungt fólk – nemendaráðsfræðsla 2022

Fréttir

Árlega er haldin nemendaráðsfræðsla fyrir fulltrúa í nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar til að undirbúa hópinn fyrir virka þátttöku í ráðinu. Þátttaka í nemendaráði er mikilvægt hlutverk enda gætir nemendafélag meðal annars að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum innan skólans fyrir hönd nemendahópsins.

Árlega er haldin nemendaráðsfræðsla fyrir fulltrúa í nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar til að undirbúa hópinn fyrir virka þátttöku í ráðinu. Þátttaka í nemendaráði er mikilvægt hlutverk enda gætir nemendafélag meðal annars að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum innan skólans fyrir hönd nemendahópsins. Markmiðið með nemendaráðsfræðslu er að fulltrúar úr öllum nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar komi saman til að efla sig og læra um hlutverk nemendaráða.


Markmiðið með nemendaráðsfræðslu er að fulltrúar úr öllum nemendaráðum grunnskóla Hafnarfjarðar komi saman til að efla sig og læra um hlutverk nemendaráða.

Verkefni nemendaráðs eru fjölbreytt

Verkefni nemendaráðs hvers skóla eru fjölbreytt. Fulltúrar nemendahópsins í nemendaráði sjá um að útbúa starfsáætlun nemendaráðs, eru talsmenn nemenda, taka að sér skipulagningu á viðburðum innan skólans sem og að hvetja aðra nemendur til virkrar þátttöku í félagsstarfi skólans. Fulltrúar í nemendaráði þurfa að kunna að hlusta á hugmyndir frá samnemendum, vera skapandi og stuðla að því að allir nemendur upplifi sig sem hluti af heildinni.


Nemendafræðslan samanstendur af hvetjandi erindum, hópefli, skemmtun og samveru.

Dagskrá nemendaráðsfræðslu var fjölbreytt og mikið fjör

Dagskráin hófst með ísbrjót og svo var Ingveldur Gröndal frá Kvan fengin til að ræða samskipti og þrautseigju. Þórunn Þórarinsdóttir fræddi um hlutverk nemendafélaga, þátttöku og lýðræði. Sigmar Ingi Sigurgeirsson stýrði hópefli og samhristing með góðri aðstoð. Margrét Gauja Magnúsdóttir endaði formlega dagskrá á að hvetja þau til dáða með erindinu – Hvernig breytum við þessu? Hugarflug um dagskrá nemendafélaga skólaárið 2022-2023 skilaði fjölda hugmynda, meðal annars símalaust ball, ólympíuleikar félagsmiðstöðva, Reif og Sleep-Over.

Ábendingagátt