Vantar þig atvinnu á aðventunni?

Fréttir

Leynist í þér lítill jólaálfur og langar þig að vinna í jólabænum Hafnarfirði á aðventunni? Leit stendur yfir að öflugum einstaklingum 18 ára og eldri til starfa annars vegar í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og hinsvegar á Hjartasvellinu.

Leynist í þér lítill jólaálfur?

Jólabærinn Hafnarfjörður leitar að hressu og öflugu starfsfólki – sannkölluð jólaálfum – í tímavinnu um helgar á aðventunni á opnunartíma Jólaþorpsins í Hafnarfirði. Jólaþorpið opnar með veislu föstudaginn 17. nóvember og lýkur laugardaginn 23. desember.
Unnið er á vöktum föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga frá kl. 13-18. Hægt að taka allar vaktir eða nokkrar. Engin krafa um álfabúning bara ríka þjónustulund, bros, jákvæðni og getu til að bregðast við krefjandi og óvæntum uppákomum. Jólaþorpið er jólamarkaður á vegum Hafnarfjarðarbæjar í jólabænum Hafnarfirði sem hefur sett svip sinn á mannlífið í miðbæ Hafnarfjarðar á aðventunni í tuttugu ár.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri menningar- og ferðamála, í gegnum netfangið: jolaþorp@hafnarfjordur.is

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Langar þig að vinna á Hjartasvellinu?

…..eða þekkir þú einhvern áhugasaman? Leit stendur yfir að fólki 16 ára og eldri til að vinna við Hjartasvellið á aðventunni. Ef þú ert með góða þjónustulund og hefur gaman af því að vera í skapandi og skemmtilegu umhverfi þá er þetta starf fyrir þig. Bæjarbíó er áhugaverður og viðburðarríkur vinnustaður. Umsóknir eiga að berast á netfangið: starf@bbio.is með upplýsingum um nafn, aldur og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til. 1. nóvember.


 

Ábendingagátt