Vaskur hópur ungmenna gekk Fimmvörðuháls

Fréttir

Fyrstu helgina í september gekk vaskur hópur nemenda úr Öldutúnsskóla yfir Fimmvörðuháls. Alls voru þetta 32 nemendur úr 8.-10. bekk ásamt fimm fararstjórum. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn býður upp á svokallað „Fimmvörðuhálsval“ og var þetta langstærsti hópurinn til þessa.

Fyrstu helgina í september gekk vaskur hópur nemenda úr Öldutúnsskóla yfir Fimmvörðuháls. Alls voru þetta 32 nemendur úr 8.-10. bekk ásamt fimm fararstjórum. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn býður upp á svokallað „Fimmvörðuhálsval“ og var þetta langstærsti hópurinn til þessa.

20200905_164333

Gott  veður og gott skap einkenndi ferðina 

Ferðin gekk glimrandi vel í alla staði, veðrið lék við hópinn allan tímann og krakkarnir stóðu sig frábærlega öll sem eitt. Þau gengu yfir hálsinn á 9 tímum sem er mjög vel gert þrátt fyrir eymsli hér og þar. Þegar komið var niður í Þórsmörk voru grillaðir hamborgarar og gist eina nótt í skálanum í Básum. Hópurinn var yndislegur í alla staði og fengu þau mikið hrós frá fararstjórum, staðarhaldara í Básum og bílstjóra fyrir góða umgengni og skemmtilega framkomu.

Ábendingagátt