Vatnsleikfimi tvisvar í viku fyrir 67 ára og eldri

Fréttir

67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku í Ásvallalaug. Tímarnir eru mánudaga og fimmtudaga frá 14.40-15.20.

Vatnsleikfimi tvisvar í viku í Ásvallalaug

„Nægt pláss í lauginni,“ segir Kristinn Magnússon hjá Ásmegin sjúkraþjálfun sem sér um sundleikfimi fyrir 67 ára og eldri Hafnfirðinga í Ásvallarlaug tvisvar í viku. Tímarnir eru mánudaga og fimmtudaga frá 14.40-15.20. Kátt var tíma hjá Kristni fyrir helgi og í dag var samstarfið við Hafnarfjarðarbæ framlengt. Bæjarstjóri og Kristinn rituðu undir áframhaldandi samstarfssamning.

Leikfimin er því áfram í boði bæjarins. Markmiðið er að stuðla að hreyfingu og heilbrigði og um leið skapa félagslegan vettvang fyrir fólk að hittast og eiga góðan tíma saman. „Oftast mæta um og yfir 30 manns,“ segir Kristinn. „Hópurinn er þéttur og tekur vel á móti nýjum félögum.“

Meiri möguleikar í vatni

En af hverju að æfa í vatni? „Fólk getur gert heyfingar í vatni það sem það gerir ekki á þurru landi. Við getum leikið okkur með jafnvægi og stöðuleikaæfingar. Það verða engir áverkar af því að detta í vatni. Okkur leyfist því að gera hluti og getum gert hluti sem við getum ekki gert á þurru. Vatnið grípur okkur,“ lýsir Kristinn og að með leikfiminni viðhaldi fólk getu sinni.

Mælir með vatnsleikfimi

„Við hér í sjúkraþjálfuninni vísum fólki í vantsleikfimi, enda er það þá í viðhaldsmeðferð. Það þarf viðhald þegar aldurinn er farinn að fara minna á sig. Það er ávinningurinn af þessu,“ segir Kristinn sem hvetur fólk 67 ára og eldra til að taka þátt.

„Já, þú hefur engu að tapa og félagsskapurinn er góður.“

  • Hvernig tökum við þátt? Við mætum, skráum okkur á staðnum.
  • Hvað kostar? Bærinn greiðir.
  • Hvenær mætum við? Mánudögum og fimmtudögum 14.40-15.20.

 

 

 

Ábendingagátt