Vaxtarhugarfar Hraunvallaskóla vekur athygli

Fréttir

Hraunvallaskóli skein á vinnustofu sem haldin var í Braga í Portúgal fyrr í mánuðinum, raunar svo að nú vilja 100 skólar í Slóvakíu fá kynningu á innleiðingu vaxtarhugarfarsins sem teymisstjórnar verkefnisins hafa leitt í skólanum.

Heilsueflandi skólastarf í Hraunvallaskóla

Hraunvallaskóli skein á vinnustofu sem haldin var í Braga í Portúgal fyrr í mánuðinum, raunar svo að nú vilja 100 skólar í Slóvakíu fá kynningu á innleiðingu vaxtarhugarfarsins sem að verkefnastjórar hafa leitt í skólanum.

Þær Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir, teymisstjóri heilsueflandi grunnskóla í Hraunvallaskóla, Björg Kristín Ragnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir, sem eru verkefnastjórar innleiðingar vaxtarhugarfars í Hraunvallaskóla, voru fulltrúar skólans á vinnustofunni.

Skólinn er þátttakandi Evrópuverkefni til 3 ára sem er á vegum ERASMUS+ og SHE4AHA (Sustainable Healthy Environments for Active and Healthy Ageing). Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigðu og sjálfbæru umhverfi sem styður við virka og heilbrigða öldrun.

Kynntu verkefni skólans

Ferðin byrjaði á skólakynningu í tveimur grunnskólum og einum leikskóla. Svo var háskólinn í Braga skoðaður. „Gaman var að sjá hversu undirbúnir nemendur voru fyrir heimsóknina en þau dönsuðu, sungu og spiluðu á hljóðfæri fyrir okkur,“ segir Sigurlaug Rúna.

„Þessir skólar kynntu svo fyrir okkur gestunum, sem komu frá Íslandi, Danmörku, Slóveníu og Frakklandi, þeirra áherslur í heilsueflandi skólum. Á degi tvö var svo haldin vinnustofa þar sem hvert land kynnti sitt verkefni.“

Okkar fulltrúar kynntu sitt verkefni sem er innleiðing vaxtarhugarfars ásamt öðrum áherslur í Hraunvallaskóla, svo sem áheitahlaup unglingstigs í Ólympíuhlaupinu, Color Run, fjallgöngur, göngum í skólann og gullstígvélið, hollt og gott mataræði, núvitund og símalausa skólann, svo eitthvað sé talið.

Lærdómsrík tengslaferð

„Þetta var lærdómsrík ferð fyrir okkar fulltrúa og myndaðist góð vinabönd á milli landanna. Í febrúar 2025 mun verkefninu svo ljúka með ráðstefnu í Brussel þar sem farið verður yfir niðurstöður sem að komu út úr verkefninu.“

Já, við erum stolt af okkar fólki í Hraunvallaskóla

Ábendingagátt