Vefsjá SSH: Ný tölfræði- og vefgátt

Fréttir

Tilgangur vefsjánnar er að miðla kortum og tölfræðiupplýsingum sem hafa svæðisbundið mikilvægi fyrir höfuðborgarsvæðið, ásamt því að veita upplýsingar um stöðu mála hverju sinni í málaflokkum á borð við samgöngur, skipulag og umhverfisvernd.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa tekið í notkun nýja tölfræði- og kortagátt á heimasíðu samtakanna sem hefur verið kölluð Vefsjá SSH. Vefsjáin er hluti af framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og var vinnan fjármögnuð að hluta með styrkjum úr sóknaráætlun landshluta 2015–2019.

Tilgangur vefsjánnar er að miðla kortum og tölfræðiupplýsingum sem hafa svæðisbundið mikilvægi fyrir höfuðborgarsvæðið, ásamt því að veita upplýsingar um stöðu mála hverju sinni í málaflokkum á borð við samgöngur, skipulag og umhverfisvernd.

VefsjaSSH

Á vefsjánni er hægt að skoða margskonar tölfræði- og kortaupplýsingar sem varða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og má þar nefna:

  • Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga
  • Vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins
  • Vatnsverndarsvæði
  • Þróun íbúafjölda
  • Þéttleika byggðar
  • Húsnæði eftir skólahverfum
  • Strætóleiðir
  • ….og fleira

Vefsjáin verður í sífelldri þróun og á árinu 2020 er stefnt að því að bæta við enn fleiri skipulags- og lýðfræðiupplýsingum, ásamt því að vinna hefst við þróun mælaborðs sem verður aðgengilegt á vefsjánni.

Vefsjá SSH  

Ábendingagátt