Vegaframkvæmdir – Ásbraut

Framkvæmdir Tilkynningar

Vegna vinnu við hitaveitulögn verða báðar akreinar milli Hvannatorgs og Klukkutorgs á Ásbraut lokaðar frá 5.-18.ágúst (þó ekki báðar á sama tíma, sjá gildistíma hér neðar).

Vegna vinnu við hitaveitulögn verða báðar akreinar milli Hvannatorgs og Klukkutorgs á Ásbraut lokaðar frá þriðjudeginum 5.ágúst til mánudagsins 18.ágúst (þó ekki báðar á sama tíma, sjá gildistíma hér neðar). Athugið að miðeyjar verða rofnar svo að íbúar við Eskivelli 17-21 komist inn á lóðir sínar. Unnið verður við hitaveitulögn sem þverar Ásbraut við Klukkutorg.

  • Akrein til suðurs að Klukkutorgi, 11.ágúst kl.8:00 til 18.ágúst kl.18:00. (Áætluð lokun akreinar til suðurs gæti hliðrast um 1-2 daga)
  • Akrein til norðurs frá Klukkutorgi, 5.ágúst kl.8:00 til 18.ágúst kl.18:00.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt