Vegaframkvæmdir – Hlíðarberg uppfært

Tilkynningar

Vegna vegaframkvæmda verður Hlíðarberg, frá Dalshlíð að Klettahlíð, lokað frá 24.október kl. 10:00 til 11.nóvember kl.16:30. Sjá uppfærðar upplýsingar.

Vegna vegaframkvæmda verður Hlíðarberg, frá Dalshlíð að Klettahlíð lokað frá og með fimmtudeginum 24.október kl. 10:00, til mánudagsins 11.nóvember kl.16:30. Þarna er verið að vinna við götuna og verður hún lokuð alveg frá Dalshlíð að Klettahlíð á meðan verkinu stendur. Sjá uppfærðar upplýsingar neðar í tilkynningu.

Uppfært 28.nóvember 2024

Áfram verður unnið við Hlíðarberg frá Dalshlíð að Klettahlíð fram að jólum. Stefnt er á að þá verði búið að loka skurðinum og opna alveg fyrir umferð. Yfirborðsfrágangur bíður þar til veður leyfir. Þó verður opnað fyrir umferð um Hlíðarberg í lok næstu viku eða byrjun vikunnar þar á eftir. Eftir það verður Klettahlíð hálf-opin frá gatnamótum Klettahlíð – Fagrahlíð að gatnamótum Klettahlíð – Hlíðarberg (eins og græna línan sýnir).

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt