Vegferð viðhalds og endurnýjunar heldur áfram

Fréttir

Endurbætur á opnum leikvelli í Mosahlíð voru að klárast í vikunni þar sem sett var nýtt fallvarnarlag og gervigras, nýtt gormatæki og þökulagt í kringum svæðið. Á næstu dögum taka við endurbætur á opnu leiksvæði í Blikaási og er ráðgert að endurbótum þar ljúki í síðasta lagi í næstu viku. Vegferð sveitarfélagsins við viðhald og endurnýjun opinna leiksvæða heldur áfram.

Endurbætur á opnum leikvelli í Mosahlíð voru að klárast í
vikunni þar sem sett var nýtt fallvarnarlag og gervigras, nýtt gormatæki og
þökulagt í kringum svæðið. Á næstu dögum taka við endurbætur á opnu leiksvæði í
Blikaási og er ráðgert að endurbótum þar ljúki í síðasta lagi í næstu viku. Vegferð
sveitarfélagsins við viðhald og endurnýjun opinna leiksvæða heldur áfram.

Rík áhersla hefur verið lögð á viðhald og endurnýjun
leikvalla og leiksvæða í Hafnarfirði. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs
hefur síðustu daga, vikur, mánuði og ár unnið að viðhaldi og endurnýjun
leikvalla og leiksvæða í Hafnarfirði og hefur hópurinn fikrað sig jafn og þétt
í gegnum hverfi bæjarins. Vellirnir eru teknir út fyrir framkvæmdir, skipt út
undirlagi á einhverjum völlum og sett gervigras og gúmmíhellur í staðinn til að
auka öryggi, notagildi og líftíma vallanna. Í upphafi sumars var unnið að endurbótum
á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi. Á þessum
völlum var hellulögn löguð, ný net sett í fótboltamörkin, fallvarnarlagi skipt
út fyrir malarundirlag, þökulagt og nýjum tækjum komið upp á einhverjum stöðum,
allt eftir því sem við á. 

Í bænum okkar eru fjölmargir leik- og sparkvellir sem við hvetjum íbúa og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér. Heyrst hefur að sumar
hafnfirskar fjölskyldur séu að vinna sig jafnt og þétt í gegnum alla leikvelli
og leiksvæði Fjarðarins til að upplifa ný svæði og fjölbreytnina. Það er góð og
heilsueflandi hugmynd!

Ábendingagátt