Veggir úr sögu kvenna

Fréttir

Hafnarfjörður í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og Bæjarbíó hefur sett upp sýningu um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára. Sýningin hefur farið hringinn í kringum landið og verið sett upp í samstarfi við ellefu sveitarfélög.  

 

Hafnarfjörður í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og Bæjarbíó hefur sett upp sýningu um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára. Sýningin hefur farið hringinn í kringum landið og verið sett upp í samstarfi við ellefu sveitarfélög.  Nú er komið að Hafnarfirði og er það bæjarfélaginu sannur heiður að fá að hýsa sýninguna í desember. Sýningin hefur nú verið sett upp í anddyrinu á Bæjarbíói og er opin á opnunartíma bíósins eða frá kl. 13 nú í desember.

 

Farandsýning um kvenréttindabaráttuna í 100 ár

 

Árið 2015 er haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Farandsýning hefur farið hringinn í kringum landið og verið sett upp í samstarfi við ellefu sveitarfélög. Sýningin hóf för sína í Snorrastofu í Borgarnesi í janúar 2015. Þaðan hefur hún farið til Stykkishólms, Ísafjarðar, Blönduóss, Akureyrar, Húsavíkur, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði, Vestmannaeyja, Árborgar og Reykjanesbæjar. Lokaáfangastaður sýningar er hér á höfuðborgarsvæðinu, nánari tiltekið í Hafnarfirði, nú í desember. Sýningin samanstendur af átta stórum veggspjöldum í tíma- og þemaröð, myndskreyttum, með stuttum texta á ensku og íslensku. Spjöldin segja m.a. frá íslensku kvenfélögunum, baráttunni fyrir kosningarétti, verkalýðsbaráttunni, kvennafrídeginum og rauðsokkunum, Kvennalistanum og kvennaframboðum 9. áratugarins, Vigdísi Finnbogadóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur, listum kvenna með sérstakri áherslu á Björk Guðmundsdóttir (tónlist), Guðrúnu frá Lundi, Júlíönu Jónsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttir (ritlist) og Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur (myndlist) auk þess að taka fyrir framtíð jafnréttisbaráttunnar. Sýningin verður í Bæjarbíói fram í janúar og er öllum opin.

 

Ferð um farandsýningu og Jólaþorpið

 

Íbúum og gestum í Hafnarfirði stendur ansi margt til boða nú um helgina.  
Jólaþorpið (Opnast í nýjum vafraglugga) er með stútfulla dagskrá þessa helgina sem fyrri helgar. Tilvalið er að skella sér í miðbæ Hafnarfjarðar og drekka í sig söng, skemmtun, fróðleik og góðar veitingar. 

Ábendingagátt