Vegglistaverk eftir Juan afhjúpað í Hafnarfirði

Fréttir

Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 og er verkið klippimynd með völdum útilistaverkum bæjarins. Hér er því ekki bara um að ræða nýtt tímabundið vegglistaverk í almannarými, sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og fegrar það, heldur vekur það einnig athygli á öðrum listaverkum í bænum.  Á veggmyndinni er QR-kóði sem tengist upplýsingasíðu um útilistaverk víða í Hafnarfirði. Vonir standa til þess að þetta fallega verk veki áhuga vegfarenda á list í nærumhverfinu í heilsubænum Hafnarfirði en rannsóknir sýna að menningarneysla getur haft góð líkamleg og andleg áhrif.

Menningarneysla getur haft góð líkamleg og andleg áhrif 

Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 og er verkið klippimynd með völdum útilistaverkum bæjarins. Hér er því ekki bara um að ræða nýtt tímabundið vegglistaverk í almannarými, sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og fegrar það, heldur vekur það einnig athygli á öðrum listaverkum í bænum.  Á veggmyndinni er QR-kóði sem tengist upplýsingasíðu um útilistaverk víða í Hafnarfirði. Vonir standa til þess að þetta fallega verk veki áhuga vegfarenda á list í nærumhverfinu í heilsubænum Hafnarfirði en rannsóknir sýna að menningarneysla getur haft góð líkamleg og andleg áhrif. 

Hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vegglistaverk sín 

Í lok ársins 2021 hafði listamaðurinn Juan (sem heldur úti síðunni Juan Pictures Art) samband við Hafnarfjarðarbæ varðandi það hvort bærinn ætti húsnæði sem setja mætti fallegt vegglistaverk á. Undanfarin misseri hefur Juan vakið athygli fyrir vegglistaverk sín, bæði innanhúss og í almannarými, vítt og breitt um landið. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar tók vel í erindið og óskaði eftir því að Juan gerði hugmynd að veggmynd á gaflinn á Strandgötu 4, sem margs konar veggmyndir hafa prýtt áður. 

5O5A5943

Hafnarfjörður er bær fjölmargra útilistaverka

Þar sem Hafnarfjörður er bær fullur af útilistaverkum, sem hægt er að kynna sér á utilistaverk.hafnarborg.is, lagði Juan fram skissu að klippimynd (e. collage) með völdum höggmyndum bæjarins. Haft var samband við alla höfunda listaverkanna eða afkomendur þeirra og öll gáfu þau góðfúslegt leyfi fyrir því að nota myndir af verkunum á veggmyndina og fá þau bestu þakkir fyrir. Á veggmyndinni er að finna QR-kóða sem tengist vef menningar- og listamiðstöðvarinnar Hafnarborgar um útilistaverk í umsjón stofnunarinnar, þannig að fólk sem heimsækir miðbæ Hafnarfjarðar getur nálgast upplýsingar og kortið beint á vefnum og notið þess að ganga um bæinn og skoða hin fjölmörgu útilistaverk sem prýða bæinn. Íbúar eru eindregið  hvattir til þess að fá sér göngu um bæinn, staldra við og leyfa listinni að efla andann. 

Á veggmyndinni má sjá eftirtalin listaverk og minnisvarða:

 Vegglistaverkið var afhjúpað af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, fyrr í dag en veggmyndin hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á meðan málun hennar stóð yfir. Allar líkur eru á að Juan haldi áfram að myndskreyta veggi í Hafnarfirði en menningar- og ferðamálanefnd hefur þegar lagt til að veggur á Bókasafni Hafnarfjarðar verði skreyttur næst.

Listamaðurinn Juan ásamt bæjarstjóra, verkefnastjóra menningar- og markaðsmála, starfsfólki Hafnarborgar og fulltrúum í menningar- og ferðamálanefnd. Frá vinstri Hólmar Hólm, Andri Ómarsson, Juan, Rósa Guðbjartsdóttir, Aldís Arnardóttir, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson.

Ábendingagátt