Bólusetning barna í Laugardalshöll

Fréttir

Dagana 10. – 14. janúar munu eiga sér stað í Laugardalshöll bólusetningar nemenda í 1. – 6. bekk. Mismunandi er milli skóla í Hafnarfirði hvaða dag nemendur mæta í höllina og fá foreldrar og forsjáraðilar póst þess efnis frá skóla sinna barna. Á bólusetningardegi lýkur skóladegi kl. 11. Er það gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimili skólanna verða með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna sjálfa koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar. 

Á bólusetningardegi lýkur skóladegi kl. 11

Dagana 10. – 14. janúar munu eiga sér stað í Laugardalshöll bólusetning nemenda í 1. – 6. bekk. Mismunandi er milli skóla í Hafnarfirði hvaða dag og á hvaða tíma nemendur mæta í höllina og fá foreldrar og forsjáraðilar póst þess efnis frá skóla sinna barna en einnig má sjá dagsetningarnar hér fyrir neðan. Á bólusetningardegi lýkur skóladegi kl. 11. Er það gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimili skólanna verða með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna sjálfa koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu

Dagsetningar bólusetninga í grunnskólum Hafnarfjarðar:

  • 10. janúar – Barnaskóli Hjallastefnunnar og Engidalsskóli
  • 11. janúar – Setbergsskóli og Víðistaðaskóli 
  • 12. janúar – Áslandsskóli og Öldutúnsskóli 
  • 13. janúar – Lækjarskóli og Hraunvallaskóli 
  • 14. janúar – Hvaleyrarskóli og Skarðshlíðarskóli 

Mynd af vef heilsugæslunnar 

Vegna barna í forsjá Barnaverndar hjá sveitarfélögunum

Barnavernd ein er skráð forsjáraðili í gögnum sem sóttvarnalæknir hefur frá Þjóðskrá og því enginn sem fær aðgang að barni á skraning.covid.is. Þetta mun ekki hindra bólusetninguna ef fósturforeldrar sækjast eftir henni. Fósturforeldrar mæta með barnið ef það á að fá bólusetninguna, með skilríki sín og hvers konar staðfestingu frá Barnavernd á varanlegu fóstri. Höfnun má senda á mottaka@landlaeknir.is ef ekki stendur til að bólusetja yfir höfuð. Ekki þarf að senda sérstaka afstöðu ef bólusetning bíður vegna nýlegs COVID-19 smits í þessu samhengi, heldur hafa samband við viðkomandi heilsugæslu upp á heppilega tímasetningu þeirrar bólusetningar.

Ábendingagátt