Veistu svarið fer af stað með miklum krafti

Fréttir

Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti síðastliðinn miðvikudag í sal Flensborgarskóla. Í undanúrslitum öttu kappi níu lið og eru það lið Setbergsskóla, Öldutúnsskóla, Lækjarskóla og Víðistaðaskóla sem fara áfram í fjögurra liða úrslit.

Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti síðastliðinn miðvikudag í sal Flensborgarskóla. Í undanúrslitum öttu kappi níu lið og eru það lið Setbergsskóla, Öldutúnsskóla, Lækjarskóla og Víðistaðaskóla sem fara áfram í fjögurra liða úrslit.

Fjögurra liða úrslit fara fram 20. febrúar

Fjögurra liða úrslit fara fram 20. febrúar þar sem Víðistaðaskóli tekur á móti Öldutúnsskóla og Lækjarskóli á móti Setbergsskóla. Í ár höfðu níu lið skráð sig til leiks og því ekki hægt að fara í hefðbundin átta liða úrslit. Því liðin níu um fjögur sæti í fjögurra liða úrslitum. Litlu mátti muna á milli liðanna, húsið stútfullt af stuðningsfólki og áhorfendum og spennan rafmögnuð. Árni Stefán Guðjónsson var spurningahöfundur og spyrill.

Meira af Veistu betur síðar!

Ábendingagátt