Aukin ráðgjöf í boði fyrir eldri borgara í Hraunseli

Fréttir

Sú nýbreytni og nýjung hefur verið tekin upp í þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði að bjóða upp á fasta opna tíma í félags- og lögfræðiráðgjöf í Hraunseli, Flatahrauni 3, þar sem fjölbreytt  félagsstarf eldri borgara er rekið. Markmið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að auka þjónustu við eldri borgara og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum. Aðgangur hefur verið að félagsráðgjafa í Ráðhúsi Hafnarfjarðar en nú hefur þjónusta lögfræðings bæst við. Hér er um nýmæli í þjónustu við eldri borgara að ræða og þessi viðbótarþjónusta í takt við önnur verkefni og áherslur að færa þjónustuna nær íbúum. 

Félagsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf nú í boði í Hraunseli – þjónustan færð nær íbúum 

Sú nýbreytni og nýjung hefur verið tekin upp í þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði að  bjóða upp á fasta opna tíma í félags- og lögfræðiráðgjöf í Hraunseli, Flatahrauni 3 , þar sem fjölbreytt  félagsstarf eldri borgara er rekið. Markmið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að auka þjónustu við eldri borgara og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum. Aðgangur hefur verið að félagsráðgjafa í Ráðhúsi Hafnarfjarðar en nú hefur þjónusta lögfræðings bæst við. Hér er um nýmæli í þjónustu við eldri borgara að ræða og þessi viðbótarþjónusta í takt við önnur verkefni og áherslur að færa þjónustuna nær íbúum. 

5O5A9346

Félagsráðgjöf og lögfræðirágjöf standa nú eldri borgurum til boða í Hraunseli. Í Hraunseli er rekið fjölbreytt félagsstarf fyrir alla íbúa 60 ára og eldri. 

Svar við ákalli eldri borgara um aukna þjónustu í nærumhverfinu 

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stóð fyrir ráðstefnu þann 10.mars s.l. um búsetumöguleika og þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. Þar voru m.a. umræður og ákall um aukna aðlagaða ráðgjöf og upplýsingar til eldra fólks í Hafnarfirði. Til að bregðast við þessu var, í samráði við Öldungaráð og verkefnastjóra Hraunsels, tekin ákvörðun um að félagsráðgjafi í málefnum eldri borgara og lögfræðingur yrðu með opna fasta viðtalstíma í Hraunseli, eldri borgurum að kostnaðarlausu. Samstarf Öldungaráðs og Félags eldri borgara í Hafnarfirði hefur verið sérlega öflugt og skilað sér í innleiðingu fjölda árangursríkra verkefna. 

5O5A9352

Ráðgjöf verður í boði þriðjudaga frá kl. 10:30 – 12:00. Félagsráðgjöf annan hvern þriðjudag og lögfræðiráðgjöf hina þriðjudagana á móti. Síminn í Hraunseli er: 555-0142. Hér má sjá Herdísi Hjöreifsdóttur og Ernu Aradóttur.  

Félagsráðgjöf í Hraunseli 

Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi, verður með viðveru í Hraunseli annan hvern þriðjudag frá kl. 10:30-12:00. Mun hún veita ráðgjöf um þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði og leiðbeiningar um mögulega þjónustu og umsóknir. Síminn í Hraunseli er 555-0142

Lögfræðiráðgjöf í Hraunseli 

Erna Aradóttir, lögfræðingur, verður með viðveru í Hraunseli annan hvern þriðjudag frá kl. 10:30-12:00. Mun hún veita almenna lögfræðiráðgjöf varðandi hin ýmsu mál sem geta komið upp á efri árum æviskeiðsins. Síminn í Hraunseli er 555-0142 

Allt um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við eldri borgara í Hafnarfirði 

Ábendingagátt