Vel á annað þúsund með álfum í Hellisgerði

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Afar góð stemning var á Hátíðinni í Hellisgerði á sunndag. Lystigarðurinn var fullur af fjölskyldum sem skemmtu sér vel. Ætla má að vel á annað þúsund hafi mætt, ef ekki þriðja. Í það minnsta hafa gestir sjaldan verið fleiri á þessari árlegu álfahátíð. Já, það var gaman!

Álfar, dans og gleði í Hellisgerði

Hellisgerði fylltist lífi um helgina þegar vel á annað þúsund manns mættu á hina árlegu Hátíð í Hellisgerði. Þar blönduðust saman töfrar garðsins, glaðvær tónlist og fjölbreytt dagskrá.

Þétt dagskrá gladdi

Benedikt búálfur tók á móti gestum með bros á vör, og íþróttaálfurinn fékk bæði börnin til að hreyfa sig. Dansálfarnir liðu um garðinn og dönsuðu gullfallega á sviðinu og börnin fengu að spreyta sig í þrautum og listum um allan garðinn. Vigdís Hafliða og Línus sungu. Svo mátti finna lestrarálf sem leiddi svo börnin inn í ævintýraheim bóka. Já, það var margt um að vera í Hellisgerði þennan sunnudag.

Fjölskyldur nutu dagsins

Ljóst var að fjölskyldur nutu dagsins saman og upplifðu ólíka þætti dagskrárinnar. Hellisgerði var full af töfrum þennan frábæra sunnudag. Já, hátíðin í Hellisgerði sameinar fjölskylduna, vekur upp gleði og sýnir hversu lifandi menning og sköpun býr í bænum okkar.

Hátíðin í Hellisgerði er yndisleg hefð. Við hlökkum þegar til næsta árs!

Ábendingagátt