Vel lukkað Ungmennaþing

Fréttir

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stóðu fyrir Ungmennaþingi ,,Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður „ þann 25. janúar s.l. Tilgangur þingsins var m.a. að fá hugmyndir frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í Hafnarfirði. Um 100 manns mættu á þingið og mynduðust góðar umræður.

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki
félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stóðu fyrir Ungmennaþingi ,,Nýtt ár! Nýr
Hafnarfjörður „ þann 25. janúar s.l. Tilgangur þingsins var m.a. að fá hugmyndir
frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í
Hafnarfirði. Þátttakendum þingsins stóð til boða að taka þátt í þremur
umræðuhópum; skólamál, félagslíf og menning og að lokum skipulag/umhverfi og
forvarnir. Í hverjum flokk voru hópstjórar sem stýrðu umræðunum. Hópstjórar eru
fulltrúar úr Ungmennaráði Hafnarfjarðar. Hópstjórar í ár voru þau Katrín Rós,
Bjarki Steinar, Breki, Eva Rut, Birta Guðný, Guðrún og Áslaug. Aðrir fulltrúar
Ungmennaráðs, Hekla, Steingrímur, Vaka, María Mist, Katrín María, Þorgerður og
Lára Rós sáu ýmis önnur verkefni sem fylgir því að halda Ungmennaþing. Einnig
má taka það fram hér að skipulag og undirbúningur var í höndum fulltrúa UMH og
fylgir því yfirleitt mikil vinna.

Húsið opnaði kl. 18:30 og setti bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Haraldur L. Haraldsson, þingið og flutti ræðu. Bjarki Steinar, fulltrúi UMH hélt
einnig erindi og svo var hafist handa. Um 100 manns mættu á þingið og mynduðust
góðar umræður. Eftir að umræðum var lokið var boðið upp á pizzur og frábæra
tónlist.

Ungmennaráð þakkar öllum sem komu að þinginu og minnum á næsta þing
eftir ár.

Ábendingagátt