Velheppnaður starfsdagur dagforeldra

Fréttir

Að aðalfundi loknum sóttu
dagforeldrar fræðsluerindi í boði Hafnarfjarðarbæjar um stefnu bæjarins um læsi
og  mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, sem talmeinafræðingarnir Ásthildur
Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir sáu um.

Föstudaginn 6. mars voru dagforeldrar í Hafnarfirði með starfsdag. Dagurinn var fullskipaður og byrjaði kl. 08:30 á aðalfundi.   Aðalheiður Runólfsdóttir var kosinn formaður og til vara  Sigríður Júlíusdóttir. Aðrir í stjórn voru kosnar Eyrún Gísladóttir gjaldkeri og Þóra Jónína Hjálmarsdóttir og Steinþóra Þorsteinsdóttir meðstjórnendur.

Að aðalfundi loknum sóttu dagforeldrar fræðsluerindi í boði Hafnarfjarðarbæjar um stefnu bæjarins um læsi og  mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, sem talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir sáu um.

Eftir hádegi sátu dagforeldrarnir fræðsluerindi um brunavarnir, einnig í boði Hafnarfjarðarbæjar og í framhaldi tóku þeir þátt í verklegri kennslu hjá slökkviliðinu undir dyggri stjórn Jóns Péturssonar, sérfræðings frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Ábendingagátt