Velkomin á Umhyggjudaginn 26. ágúst

Fréttir

Umhyggjudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á morgun laugardaginn 26. ágúst og er fjölskyldum um land allt boðið að taka þátt. Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Umhyggjudeginum og býður frítt í sund fyrir alla frá kl. 14-16 þann daginn auk þess sem kátir krakkar fá glaðning við komuna í laugina meðan birgðir endast

Frítt í sund í Hafnarfirði frá kl. 14-16

Umhyggjudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á morgun laugardaginn 26. ágúst og er fjölskyldum um land allt boðið að taka þátt. Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Umhyggjudeginum og býður frítt í sund fyrir alla frá kl. 14-16 auk þess sem kátir krakkar fá glaðning við komuna í laugina meðan birgðir endast. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Aðalsteinn Hrafnkelsson tóku á móti glaðningnum í vikunni þegar Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju og Þórdís Helga Thors sérfræðingur heimsóttu Ásvallalaug. Umhyggja, félag langveikra barna, stendur að deginum í fyrsta skipti um allt land.

Dagskrá Umhyggjudagsins 2023

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Aðalsteinn Hrafnkelsson forstöðumaður sundlauganna í Hafnarfirði tóku á móti glaðningnum í vikunni þegar Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju og Þórdís Helga Thors sérfræðingur heimsóttu Ásvallalaug.

 

Umhyggja vinnur að bættum hag langveikra barna

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Umhyggja býður upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og lögfræðifræðiráðgjöf fyrir foreldra, niðurgreidd námskeið fyrir systkini, fjárstyrki, orlofshús, aðstoð við réttindabaráttu ásamt ráðgjöf til fjölskyldna og barna. Umhyggjudagurinn er haldinn með það að markmiði að vekja athygli á félaginu og starfinu sem það sinnir fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Félagið hefur sinnt mikilvægu starfi fyrir umræddan hóp í 43 ár en félagið var stofnað árið 1980. Innan Umhyggju starfa nú 16 félög og samtök sem öll geta nýtt sér þjónustu Umhyggju.

Ábendingagátt