Velkomin HEIM í Hafnarfjörð – þar sem hlýleiki ræður ríkjum

Fréttir

Þessa dagana er að detta inn um bréfalúgur jólablað þar sem jólabærinn Hafnarfjörður er í forgrunni. Í blaðinu er að finna upplýsingar um einstaka staði, sérstöðu bæjarins, fólkið sem bæinn byggir, gómsætar uppskriftir og skemmtidagskrá auk aðventukveðju frá bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar sem hvetur Hafnfirðingar og vini Hafnarfjarðar til að njóta aðventunar og samveru með fjölskyldu og vinum. 

Þessa dagana er að detta inn um bréfalúgur, á öllum heimilum í Hafnarfirði og víðar hjá vinum Hafnarfjarðar á stór-höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandinu , jólablað þar sem jólabærinn Hafnarfjörður er í forgrunni.  Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir íbúum og vinum Hafnarfjarðar. Í blaðinu er að finna upplýsingar um einstaka staði, sérstöðu bæjarins, fólkið sem bæinn byggir, gómsætar uppskriftir og skemmtidagskrá auk aðventukveðju frá bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar sem hvetur Hafnfirðingar og vini Hafnarfjarðar til að njóta aðventunnar og samveru með fjölskyldu og vinum. 

.embed-container { position: relative; padding-bottom:56.25%; height:0; overflow: hidden; max-width: 100%; } .embed-container iframe, .embed-container object, .embed-container embed { position: absolute; top: 0; left: 0; width: 100%; height: 100%;}

Velkomin heim í Hafnarfjörð – þar sem hlýleiki ræður ríkjum

Við Hafnfirðingar höfum náð að skapa saman notalega stemningu í bænum okkar í aðdraganda jóla undanfarin ár; þar sem mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi matur, fallegar vörur og blómstrandi menning setja svip sinn á jólabæinn Hafnarfjörð. Jólaþorpið í hjarta miðbæjarins dregur sífellt fleiri gesti til sín enda andrúmsloftið vinalegt og einstakt.

Besti undirbúningur jólanna er í mínum huga að gefa sér tíma til að njóta þessara gæða í afslappaðri stemningu og rölta um á milli veitingastaða, menningarstofnana og fallegra verslana, upplifa skemmtan í jólaþorpinu með fjölskyldunni, hitta vini og kunningja og fanga þennan ljúfa jólaanda fjarri ys og þys.

Í ár verður meira en nokkru sinni lagt upp úr góðri stemningu á aðventunni; Jólaþorpið eflist og stækkar, skemmtilegum viðburðum fjölgar í samstarfi bæjarins og einkaaðila og enn hefur bæst í fjölbreytta flóru verslana- og veitingahúsa. Við Hafnfirðingar erum sérstaklega stolt af þeim hönnunarverslunum sem hafa fest sig í sessi í bænum okkar og draga fjölda fólks að. Ekki síður af menningarstofnunum bæjarins sem bjóða jafnan upp á afar metnaðarfulla dagskrá og aðlaðandi kaffi- og veitingahúsunum þar sem alltaf er gott að setjast inn.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin heim í Hafnarfjörð
– til að njóta ljúfs og hlýlegs jólaanda á aðventunni.

Jólakveðja
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Ábendingagátt