Vélræn flokkun fyrir plast í pokum hefst á ný

Fréttir

Prófanir á nýjum vinnslulínum í móttökustöð eru nú í fullum gangi og verða þær komnar í fullan rekstur á næstu dögum. Því geta íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi aftur farið að nýta þann möguleika. Þetta nær m.a. til íbúa í Hafnarfirði. 

Prófanir á nýjum vinnslulínum í móttökustöð eru nú í fullum gangi og verða þær komnar í fullan rekstur á næstu dögum. Því geta íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi aftur farið að nýta þann möguleika. Þetta nær m.a. til íbúa í Hafnarfirði. 

Nýjar vinnslulínur í móttöku- og flokkunarstöðinni munu samtals innihalda átta málmskiljur, sigti og annan búnað til að aðskilja lífrænan hluta heimilisúrgangsins frá ólífrænum efnum, s.s. plasti og öðru sem þar kann að leynast. Einnig verða þar tveir nýir vindflokkarar sem munu aðskilja létt efni, s.s. plast, pappír og textíl frá timbri, gleri og öðrum eðlisþyngri efnum. Lífræni úrgangurinn fer svo til gas- og jarðgerðar í GAJA, nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sorpu. 

Uppfletting á sorplosun – hvenær er næsta losun á sorpi í þinni götu?

Nú er komin í loftið einföld uppfletting á næstu dagsetningu á losun sorps.  Aðeins þarf að slá inn heimilisfang og þá fást upplýsingar um næstu losun og losanir þetta árið. 

Ábendingagátt