Verðlaunað fyrir lestur í Öldutúnsskóla

Fréttir

Nemendur í 8. bekk fengu sérstaka viðurkenningu frá skólanum í kjölfar þess að nemendur árgangsins lögðu mest fram í skólanum til lestrarverkefnisins ALLIR LESA í haust og fengu vöffluveislu að launum.

Landsleikurinn ALLIR LESA var haldinn í haust. Á dögunum fór fram viðurkenning í Öldutúnsskóla til þess árgangs sem lagði sig mest fram í því verkefni en það var 8. bekkur skólans. Viðurkenningin var fólgin í vöffluboði í skólanum í kjölfar smá leiktíma.

Í Öldutúnsskóla eins og öðrum skólum er leitast við að ná árangri í námi nemenda og þá einnig í lestri. Eitt viðmið um slíkt er skráning á viðhorfum nemenda í grunnskóla til lestrar út frá ánægju af lestri. Það er gert í mælingum Skólapúlsins sem er verkfæri sem mælir samræmt fyrir grunnskóla á landinu og allir grunnskólar í Hafnarfirði eru þátttakendur í. Í desember 2013 mældist ánægja af lestri barna í 6. – 10. bekk 4,6 í Öldutúnsskóla en landsmeðaltal var 5,1 (5,0 er stöðlun meðaltals á 0-10 kvarða). Í desember 2014 mælist ánægja af lestri barna í 6. – 10. bekk í skólanum 5,5 og landsmeðaltal er 5,1 á sama tíma. Merki um greinilegar framfarir.

Ábendingagátt