Verkefnisstjóri óskast

Fréttir

Verkefnisstjóri óskast til starfa vegna hönnunar og byggingar hjúkrunarheimilis að Sólvangi. Óskað er eftir aðila með reynslu og þekkingu af sambærilegu verkefni.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkefnisstjóra vegna hönnunar og byggingar hjúkrunarheimilis að Sólvangi. Óskað er eftir einstaklingi/fyrirtæki sem hefur reynslu og þekkingu af sambærilegu verkefni. Verkefnisstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist fyrir þetta verkefni.

Hönnun nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi er að hefjast og  er ráðgert að heimilið hefji starfsemi sína í apríl 2018. Eftir er að bjóða út verkfræðiþátt hönnunar og byggingu hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórinn haldi utan um verkefnið fyrir Hafnarfjarðarbæ og vinni með starfshópi bæjarins. Hafnarfjarðarbær leggur ekki til starfsaðstöðu.

  • sjá verk- og tímaáætlun hér
  • sjá útboðsgögn hér

Verkefnisstjóri mun taka við verkefninu eins fljótt og kostur er.  

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu: siggih@hafnarfjordur.is. Umsóknum skal skilað á sama netfang fyrir miðnætti þann 29. febrúar næstkomandi.

Ábendingagátt