Verkherinn, hvað er það?

Fréttir

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna frá honum frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Verkherinn hefur opnað Instagram aðgang (@verkherinn) þar sem hægt að fylgjast með heilsubænum Hafnarfirði og lífinu í Verkhernum.

Fylgstu með lífinu í verkhernum í sumar – @verkherinn á Instagram 

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Sérstakur fjölmiðlahópur innan Verkhersins mun sjá um þessa kynningu og hefur sérstakur aðgangur verið opnaður á Instagram – @verkherinn – þar sem hægt er að fylgjast með lífinu í Verkhernum og birtingum um heilsubæinn Hafnarfjörð. 

VerkherinnM1Verkherinn í starfskynningu hjá Þjóðleikhúsinu. 

Öflugur vinnuhópur fer vel af stað

Hópurinn mætti til starfa í kringum 20. maí og lofa fyrstu tvær vikurnar í Verkhernum góðu. Góða veðrið er nýtt í blöndu af vinnu og skemmtilegheitum. Búið er að kaupa blóm og mold og gróðursetja m.a. á svalirnar á Húsinu, þrífa glugga og skemmta sér í golfi og keilu. Fjölmiðlahópurinn fékk þjálfun í viðtalstækni og sýndi frá ærslabelgjum bæjarins ogvinnustöðvum Verkhersins á Instagram reikningnum @verkherinn. Leikskólinn Smáralundur tók á móti hópi ungmenna í starfsþjálfun auk þess sem hópur stóð vaktina í Krambúðinni.   Hópurinn endaði vikuna á starfskynningu í Þjóðleikhúsið og með viðkomu á Víðistaðatúni.

GrodursetningVerkherinnGóða veðrið notað til gróðursetningar

VerkherinnVika1

Fréttir viku 1 hjá Verkhernum 

VerkherinnVika2

Fréttir viku 2 hjá Verkhernum 

Ábendingagátt