Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verksja.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Þar má kynna sér framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínuna, göngu- og hjólastíga.
Opnuð hefur verið ný upplýsingagátt Verksja.is. Þar má finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Sjá má upplýsingar um framkvæmdir við stofnvegi, Borgarlínuna, göngu- og hjólastíga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Betri samgöngum. Hún er eftirfarandi:
„Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hröð og kallar á margþætta uppbyggingu í samgöngum næstu áratugi. Í uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er megin áhersla lögð á styttri ferðatíma, minni tafir og aukið umferðaröryggi. Uppbygging stofnvega og stórbættar almenningssamgöngur, auk fjölgunar hjóla- og göngustíga eru lykilþættir í að tryggja betri samgöngur,“ segir í tilkynningunni.
„Verksja.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmiss annar fróðleikur.
Stofnvegir: Samkvæmt uppfærðum Samgöngusáttmála verður ráðist í 6 ný verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu auk þeirra þriggja sem þegar er lokið. Öll verkefnin eiga að auka flæði og umferðaröryggi. Framkvæmdir við Arnarnesveg eru í gangi en tenging hans við Breiðholtsbraut og Rjúpnaveg verður mikil samgöngubót.
Borgarlínan: Er hágæða almenningssamgangnakerfi (Bus rapid transit) þar sem Borgarlínuvagnar munu að mestu aka í sérrými og hafa forgang á gatnamótum. Þannig munu Borgarlínuvagnar ferðast um umferðarþyngstu svæði höfuðborgarsvæðisins án þess að önnur umferð hafi áhrif á ferðir þeirra. Fossvogsbrú er hluti af 1. lotu Borgarlínu en að auki er gert ráð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum um brúna. Áætlað er að um 10 þúsund manns muni daglega nýta sér brúna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist snemma á nýju ári.
Göngu- og hjólastígar: Áætlað að byggja upp alls um 100 km stígakerfi á höfuðborgarsvæðinu, auk undirganga og brúa. Nú þegar er framkvæmdum lokið við um 20 km af göngu- og hjólastígum. Gert er ráð fyrir að um 13% af fjárfestingum Samgöngusáttmálans fari í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng.
Álag á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins hefur aukist gríðarlega síðustu ár og í hverri viku bætast að meðaltali 70 bílar við umferðina. Sífellt fleiri nýta sér hjóla- og göngustíga og úrbætur í almenningssamgöngum eru lykil atriði við að sporna gegn frekari umferðartöfum.
Áætlað er að árið 2040 verði fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins kominn vel yfir 300 þúsund, hafi þá fjölgað um 100 þúsund frá 2019. Í ársbyrjun 2024 bjuggu tæplega 244 þúsund manns í sveitarfélögunum sex. Með framkvæmdum Samgöngusáttmálans verður styrkari stoðum rennt undir allar samgönguleiðir, álaginu dreift og þjónusta við íbúa bætt.“
Forseti lýðveldisins heimsótti Hraunvallaskóla nú í morgunsárið og sat í pallborði og svaraði spurningum nemendanna. Þau hafa tekið hvatningu forsetans…
Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri…
Kakí og Kailash eru rótgrónar verslanir í Strandgötunni sem gaman er að heimsækja í aðdraganda jóla sem og aðra draga.…
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast…
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru…
Brikk á Norðurbakkanum er flaggskip þessa bakaríis enda það stærsta í keðjunni. Jólin lita bakaríð og deilir Oddur Smári Rafnsson…
Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu gengið til samninga við lóðarhafa um uppbyggingu tæplega 600 íbúða í grennd við suðurhöfnina í Hafnarfirði,…
Framkvæmdum við nýjan leikskóla, Áshamar í Hamranesi, miðar vel áfram og stefnir allt í að áfangaskil í desember og verklok…
Grýluhellir stendur alla aðventuna fyrir framan Pakkhús byggðasafnsins á Vesturgötunni. Börnin og fullorðnir geta kíkt inn, notið.
Geitungungarnir verða með opið hús mánudaginn 2. desember. Þeir hefja undirbúning jólamarkaðar þar strax eftir sumarið. Þar er hægt að…