Verum bleik – fyrir okkur öll

Fréttir

Klæðum samfélagið í bleikan búning í október. Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, er hafin g er átakið sem fyrr tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Fánar Bleiku slaufunnar hafa verið dregnir að húni í Hafnarfirði og mun þeim vera flaggað allan mánuðinn. Sýnileg samstaða getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.

Klæðum samfélagið í bleikan búning í október

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, er hafin. Bleikur október og Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana. Fánar Bleiku slaufunnar hafa verið dregnir að húni í Hafnarfirði og mun þeim vera flaggað allan mánuðinn. Krabbamein kvenna snertir landsmenn alla einhvern tímann á lífsleiðinni og mikilvægt að leggjast á eitt í baráttunni og sýna samstöðu í verki með málstaðnum. Sýnilegsamtaða getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.

Bleiki dagurinn föstudaginn 20. október

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar og hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik fyrir okkur öll og stefnan nú þegar tekin á að Bleiki dagurinn í ár verði sá allra bleikasti hingað til, í takt við átakið. Bleiki dagurinn verður haldinn föstudaginn 20. október og skammdegið líst upp með bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni samstöðuna í samfélaginu. Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Félagið vinnur á fjölbreyttan hátt að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandenda þeirra.

Styrkur og stuðningur við átakið gerir félaginu kleift að:

  • styðja fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra með ókeypis ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa.
  • styrkja íslenskar krabbameinsrannsóknir sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
  • sinna ýmiss konar fræðslu, forvarnarstarfi, námskeiðshaldi og fleiru sem miðar að því að draga úr líkum á krabbameinum og bæta líf fólks með krabbamein.
  • sinna hagsmunagæslu og beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir fólk með krabbamein.

Verum bleik – fyrir okkur öll

Tilkynning á vef Krabbameinsfélagsins

Ábendingagátt