Vetrarfrí

Fréttir

Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá.

Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar, nema Áslandsskóla sem er bara með vetrarfrí 21. október. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á undan. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.

Ábendingagátt