Vetrarfrí 23. og 24. október

Fréttir

Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 23. október og þriðjudaginn 24. október nk. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Sund, bíó, badminton, ratleikur og fleira skemmtilegt!

Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 23. október og þriðjudaginn 24. október nk. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Grunnskólabörn eru boðin velkomin í Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu, en þar verður meðal annars kósýbíó, ratleikur og smiðjur. Byggðasafn Hafnarfjarðar verður með sérstaka opnun í Pakkhúsinu í vetrarfríinu og hægt verður að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið.

Mánudagur 23. október

    • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
    • Ratleikur fyrir börnin og áhugaverðar sýningar á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Opið 11-15
    • Bókasafn Hafnarfjarðar:
      • Skellt verður í kósíbíó í fjölnotasal – 12:00 – 14:00 Teppi og grjónapokar og koddar og kósí! Komdu í bíó á Bókasafni Hafnarfjarðar!

        Smiðja í barnadeild – gerum okkar eigin bókakápur! – 13:00 – 15:00

        Viltu skrifa bók? Eða kannski betrumbæta bók? Við búum til bókarkápur saman á barnadeildinni!

        Harry Potter ratleikur í gangi um bókasafnið allan daginn.

Þriðjudagur 24. október

    • FRÍTT Í SUND frá kl. 6:30-22 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug og í Sundhöllinni til kl. 21
    • Ratleikur fyrir börnin og barnaleiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar kl. 13. Opið 11-15
    • Bókasafn Hafnarfjarðar:
      • Skellt verður í kósíbíó í fjölnotasal – 12:00 – 14:00

        Teppi og grjónapokar og koddar og kósí! Komdu í bíó á Bókasafni Hafnarfjarðar!

        Smiðja í barnadeild – Skrímsli! – 13:00 – 15:00

        Lítið eða stórt? Hvernig skrímsli má finna í sögunni þinni? Loðið? Slímugt? Eða bara sætt? Við búum það til saman!

        Hvar er Valli ratleikur í gangi um bókasafnið allan daginn.

 

Taktu í spaðann í vetrarfríinu!

Dagana 23. og 24.október er vetrarfrí í öllum skólum í Hafnarfirði. Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður börnum, unglingum og foreldrum sem eru í bænum í vetrarfríinu að koma í badminton og borðtennis í íþróttahúsið við Strandgötu þessa daga.

Opnir tímar fyrir skráða iðkendur hjá BH og foreldra þeirra verða mánudaginn 23.október og þriðjudaginn 24.október kl.10:00-12:00. Einnig verða hefðbundnir æfingatímar samkvæmt æfingatöflu seinnipart dags þessa báða daga fyrir skráða iðkendur.

Opnir tímar fyrir börn og foreldra sem ekki eru skráð í félagið verða mánudaginn 23.október og þriðjudaginn 24.október kl.13:00-15:00. Mikilvægt er að skrá sig í þessa tíma þar sem pláss er takmarkað en aðgangur er ókeypis.

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/bh/badminton/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjM5OTc=?

Þjálfarar BH verða á staðnum báða dagana og taka vel á móti öllum. Spaðar og kúlur verða til láns fyrir þau sem þurfa.

 

Að auki hefur Heilsubærinn Hafnarfjörður tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að fjölmörgu spennandi og skemmtilegu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur heimavið eða í næsta nágrenni. Þar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum að einhverju nýju og öðruvísi að gera einn eða með fjölskyldunni. Hér á vefnum er einnig hægt að nálgast lista yfir sérstæð náttúrufyrirbrigði og áhugaverða staði og fjölda göngu- og hjólaleiða sem liggja um Hafnarfjörð.

 

 

Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar má finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna.

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís!

Ábendingagátt