Vetrarfrí í Hafnarfirði – hugmyndir að góðri skemmtun

Fréttir

Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Sund, bingó, ratleikur, listasmiðjur og fleira skemmtilegt!

Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar má finna góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna.

Grunnskólabörn eru boðin velkomin í Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu, en þar verður meðal annars föndursmiðja. Byggðasafn Hafnarfjarðar verður með sérstaka opnun í vetrarfríinu og hægt verður að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti um safnið. Þá býður Hafnarborg grunnskólabörnum að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu, svo velkomið er að taka þátt annan eða báða dagana.

Mánudagur 24. október

Ábendingagátt