Vetrarfrí í heilsubænum með Hugmyndabankanum

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum leik í nærumhverfinu í vetrarfríinu. Leik sem byggir á hugmyndaflugi og virkri þátttöku allra. 

Ekki bara hafsjór af hugmyndum heldur heill banki 

Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum leik í nærumhverfinu í vetrarfríinu. Leik sem byggir á hugmyndaflugi og virkri þátttöku allra.  Margrét Ýr Ingimarsdóttir, tveggja barna móðir og kennari í 2. bekk í Hvaleyrarskóla, er eigandi og hugsuðurinn á bak við Hugmyndabankann. Hugmyndabankinn gefur foreldrum og öllum áhugasömum skemmtilegar hugmyndir að samverustundum og  innsýn í hvernig hægt er að  kenna börnum í gegnum skapandi leik. Leikur og fræðsla á einum og sama staðnum.

FjarsjodsleitUmHafnarfjord2022

Samveran er lykilatriði 

Markmiðið með Hugmyndabankanum er að gleðja og greiða aðgang foreldra að alls konar hugmyndum sem auðvelt er að framkvæma heima eða í næsta nágrenni.  Efniviðurinn ræðst oft á tíðum á því sem til er á heimilinu hverju sinni. Fjársjóðsleit er gott dæmi um skemmtilega leið til að anda að sér fersku lofti, skoða nærumhverfi sitt, njóta samverunnar og hafa gaman saman. Eina sem þarf er morgunkornapappi, litir og dass af hugmyndaflugi: Hvað langar ykkur að koma auga á í ykkar nærumhverfi? Annað gott dæmi frá Hugmyndabankanum er Skrímsla-kíkir fyrir unga sem aldna í leit af spennandi hlutum í nærumhverfi sínu. Eina sem til þarf er eldhúsrúlla, hugmyndaflug og litir. 

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur fjölskylduna alla; ömmu, afa, mömmu, pabba, ungmennin, börnin, frænkur og frændur, til að kynna sér þær spennandi hugmyndir sem bankinn hefur upp á að  bjóða. Hugmyndir að skemmtilegum verkefnum í vetrarfríinu og um leið góða leið til að búa til minningar í minningabankann.

Kíktu í heimsókn í Hugmyndabankann  

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs vetrarfrís!
Sjá dagskrá safna og sundlauga í vetrarfríi grunnskólanna 

Ábendingagátt