Vetrarhátíð HHH og Listahátíð unga fólksins er á fimmtudag

Fréttir

Vetrarhátíð HHH & Listahátíð unga fólksins verður haldin í félagsmiðsstöðinni Setrinu í Setbergsskóla, fimmtudaginn 30. janúar milli klukkan 19:30-21:30. „Við vildum lýsa upp dimmasta tímann,“ segir Sigmar Ingi Sigurgeirsson, verkefnastjóri HHH, hinsegin hittinga í Hafnarfirði.

Vetrarhátíð HHH er ljós í myrkrinu – Mætum öll

„Við vildum lýsa upp dimmasta tímann,“ segir Sigmar Ingi Sigurgeirsson hjá HHH, hinsegin hittinga í Hafnarfirði. Vetrarhátíð HHH & Listahátíð unga fólksins verður haldin í hinsegin félagsmiðsstöðinni Setrinu í Setbergsskóla, fimmtudaginn 30. janúar milli klukkan 19:30-21:30

„Við ákváðum að sækja um menningarstyrk til Hafnarfjarðarbæjar fyrir vetrarhátíð og um leið að halda listahátíð líka. Unga fólkið okkar getur pantað bás og sýnt listina sína,“ segir Sigmar „Þetta er opið hús. Við hvetjum öll til að koma og kynna sér hinsegin ungmennastarf,“ segir hann. „Léttar veitingar. Límmiðagerð og hægt að fá boli og búa til merkingar frá okkur,“ lýsir hann.

Félagsmiðstöð á fimmtudögum

„Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum þessa hátíð en við erum búin að starfa í þrjú ár að verða.“ Starfið hafi verið víða í skólum bæjarins en er nú í Setbergsskóla. „Við með opið fyrir krakkana á hverjum fimmtudegi. Erum með klúbbastarf og starf fyrir miðstig. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur.“

Sigmar segir mikilvægt að ungt fólk sem mátar sig við hinseginleikann geti hist í góðu andrúmi. „Við sköpum réttu stemninguna og þau finna sig meira með þeim sem eru hinsegin eða í hinsegin pælingum. Það hafa myndast margir, margir vinahópar úr starfinu okkar,“ segir Sigmar. Starfið sé fjölbreytt.

„Við fórum til dæmis í ungmennaskipti síðasta sumar. Þá fórum við ásamt HHH+ til Írlands og fengum svo Írana í heimsókn til okkar. Það var rosalega flott verkefni og skemmtilegt.“

Um 5-20 ungmenni mæta í félagsmiðstöðina á fimmtudögum. „Mörg koma úr nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki bara Hafnarfjörður. Það er frábært. Opið fyrir öll,“ segir Sigmar.

Sigmar Ingi með hópinn sinn í Pride gleðigöngunni 2024.

List, veitinga og viðburðir á hátíðinni

En aftur að vetrar- og listahátíðinni. „Á hátíðinni er hægt að bóka bás sýna og selja má list.“ Hann nefnir heklaða bangsa, málverk, ljósmyndir, fatahönnun. „Já, og bara allt sem ykkur dettur í hug.“ Þau sem vilji vera með listræn atriði á hátíðinni, eins og að syngja, dansa, ljóðalestur og annað geti sent skilaboð á Instagram.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir öll ungmenni þar sem þau fá tækifæri til að koma list sinni á framfæri.

Og við njótum öll með þeim.

  • Hvenær? Í Setrinu í Setbergsskóla, fimmtudaginn 30. janúar milli klukkan 19:30-21:30.
Ábendingagátt