Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vetrarhátíð er haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021.
Information in English about Winter light festival 2021
Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021. Vegna sóttvarnaráðstafana verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk.
Ljósalist
Í Hafnarfirði verður Flensborgarskólinn og Hamarinn upplýstir í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, og listaverkum úr safneign Hafnarborgar varpað á austurvegg listasafnsins. Í heild verða á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu lýstar upp í tilefni vetrarhátíðar og ljóslistaverkum varpað á nokkrar lykilbyggingar. Sjá nánar á vetrarhatid.is
Laugardaginn 6. febrúar bjóða Hafnarfjarðarbær og Kvikmyndasafn Íslands í bílabíó á bílastæðinu við Flensborgarskólann. Sýndar verða tvær íslenskar kvikmyndir, Regína (2001) kl. 18:00 og Með allt á hreinu (1982) kl. 20:00. Myndirnar verða sýndar á hágæða 16 m² LED skjá og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílunum á FM 106.1. Gæsluaðilar verða á staðnum og aðstoða við uppröðun bíla. Allir eru velkomnir meðan pláss leyfir.
Vegna sóttvarnarreglna er mikilvægt að bíógestir haldi sig innan bíls á meðan sýningu stendur og komi vel nestaðir því engin veitingasala er á staðnum.
Bókasafn Hafnarfjarðar í samstarfi við Hafnarborg standa fyrir rafrænni samtvinnun forms og hljóðs í kringum útilistaverk miðbæjar Hafnarfjarðar. Gönguleið í miðbænum leiðir fólk á milli valinna útilistaverka sem merkt eru með snjallkóða. Þegar sími er borinn upp að kóðanum birtast upplýsingar um verkið ásamt stuttu innslagi úr bókmenntaheiminum. Það tekur um 40 mínútur að heimsækja öll verkin og hlusta á hvert innslag fyrir sig. Gengið er á malbikaðri jafnsléttu og hentar gangan því öllum áhugasömum ótengt atgervi og aldri.
Á fimmtu tónleikum tónleikaraðarinnar Síðdegistónar í Hafnarborg Föstudaginn 5. febrúar kemur fram söngvaskáldið Svavar Knútur ásamt hljómsveit sem skipa þau Ingibjörg Elsa Turchi á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Andrés Þór á gítar. Á efnisskránni verður sannkölluð söngvaskáldaveisla en mun hljómsveitin leika mörg af helstu lögum Svavars sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, lög af plötunum Ölduslóð, Brot, Ahoy! Side A og Bil. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa yfir í um klukkustund. Opið er fyrir áhorfendur í takmörkuðu mæli og eru gestir beðnir um að panta sér ókeypis miða í síma 585 5790 á opnunartíma safnsins. Tónleikunum verður einnig streymt á Facebook og á www.hafnarborg.is. Grímuskylda er á tónleikunum hjá gestum og tveggja metra fjarlægð skal höfð milli óskyldra aðila.
Laugardaginn 6. febrúar kl. 14 – 16 býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi útilistasmiðju í tilefni af Vetrarhátíð. Áhersla hátíðarinnar í ár eru útilistaverk en í safneign Hafnarborgar eru mörg slík verk sem staðsett eru víða um Hafnarfjörð. Í smiðjunni verður unnið með opinn efnivið og eru þátttakendur hvattir til að gera tilraunir og skapa sitt eigið útilistaverk stór og smá. Þegar þátttakendur hafa skapað sitt eigið útilistaverk er svo upplagt að deila ljósmynd af afrakstrinum undir myllumerkinu #mitteigiðútilistaverk
Með tilliti til nýjustu sóttvarnarreglna þá hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta Safnanótt 2021 fram í maí með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur verði orðnar rýmri.
Sundlauganótt verður ekki haldin í ár en kemur sterk inn á Vetrarhátíð 2022.
Við minnum á að frítt er fyrir börn 17 ára og yngri í sundlaugar í Hafnarfirði og hægt er að nálgast rauntímaupplýsingar um fjölda gesta í sundlaugunum á vef lauganna meðan takmarkanir vegna COVID-19 eru í gildi.
Þátttakendur í Vetrarhátíð í Hafnarfirði eru hvattir til að klæða sig vel og sinna persónulegum sóttvörnum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…