Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Miðbærinn í Hafnarfirði hefur iðað af lífi og jólafjöri á aðventunni. Jólaþorpið í Hafnarfirði er að sigla inn í sína síðustu aðventuhelgi þetta árið nú um helgina. Metaðsókn, hvorutveggja gesta og söluaðila, hefur verið í Jólaþorpið í ár. Veðrið hefur leikið við landann og Hafnfirðingar nýtt tækifærið og boðið áhugasömum heim í bæinn sinn á aðventunni.
Miðbærinn í Hafnarfirði hefur iðað af lífi og jólafjöri á aðventunni. Jólaþorpið í Hafnarfirði er að sigla inn í sína síðustu aðventuhelgi þetta árið nú um helgina og verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-17. Metaðsókn, hvorutveggja gesta og söluaðila, hefur verið í Jólaþorpið í ár. Veðrið hefur leikið við landann og Hafnfirðingar nýtt tækifærið og boðið áhugasömum heim í bæinn sinn á aðventunni.
Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið í fjórtánda sinn nú í ár. Þessi vinsæla bæjarhátíð að vetri til hefur þróast úr því að vera heimilisleg jólahátíð fyrir Hafnfirðinga í það að vera heimilisleg jólahátíð fyrir landsmenn alla og í auknu mæli fyrir erlenda ferðamenn. Umfang jólahátíðarinnar hefur vaxið milli ára og er nú svo komið að jólahúsin sem rísa á Thorsplani og á Strandgötunni í Hafnarfirði hafa sjaldan verið jafn mörg, fjölbreytt og vinsæl og í ár. Jólaþorpið er vettvangur fyrir menningar- og upplifunarferð fyrir alla fjölskylduna á aðventunni. Ferð sem felur m.a. í sér göngu um Thorsplan milli fagurlega skreyttra jólahúsa þar sem syngjandi glaðir sölumenn bjóða fjölbreytta gjafavöru, hönnun og íslenskt handverk. Hestaferðir um miðbæ Hafnarfjarðar hafa vakið mikla lukku og ókeypis myndataka í boði Desæna setursins í Verslunarmiðstöðinni Firði slegið í gegn meðal fjölskyldna og vinahópa sem samhliða hafa notað tækifærið og litið við á Popup markað Íshúss Hafnarfjarðar, listasýningu í Hafnarborg og í þeim fjölda verslana sem finna má á miðbæ Hafnarfjarðar. „Við höfum náð að halda þessu heimilislega yfirbragði þrátt fyrir aukið umfang og stækkun hátíðarinnar. Jólaþorpið í Hafnarfirði er má segja safnhátíð þó svo að þorpið sem slíkt sé í umsjón Hafnarfjarðarbæjar. Jólaþorpið er orðið að því sem það er í dag fyrir samstarf fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu og fyrir þann vaxandi fjölda innlendra og erlendra gesta sem sækir þorpið heim á aðventunni“ segir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Við erum afar stolt af þessari jólahátíð okkar sem sýnir svo glöggt samfélagsandann í Hafnarfirði og þá stemningu sem við viljum vera þekkt fyrir; rólegheit, léttleika, húmor, heilsu og hamingju og það fyrir alla fjölskylduna“ bætir Árdís við.
Thorsplanið verður fullt af lífi og fjöri á síðustu helgi aðventunnar og litlu jólahúsin orðin landsþekktur söluvettvangur lista, handverks og hönnunar. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um helgina, hitt hressa jólasveina á göngu sinni um Strandgötuna, spjallað við Grýlu, hlýtt að fallega jólatóna og dansað í kringum jólatréð á jólaballi kl. 15 á sunnudaginn.
Allt um dagskrá helgarinnar á hafnarfjorður.is: http://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/jolathorpid-i-hafnarfirdi-3
Svipmyndir frá Jólaþorpinu: https://www.facebook.com/pg/J%C3%B3la%C3%BEorpi%C3%B0-%C3%AD-Hafnarfir%C3%B0i-256025207766666/photos/?tab=album&album_id=1184096894959488
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…